Björgum Heimilinum

Í gær var samþykkt lög um greiðsluaðlögun, þetta er tillaga núverandi ríkisstjórnar til að bjarga heimilunum í landinu, undan klóm kreppu og verðbólgurisans. Já þetta kemur til að með að koma 120 heimilum til hjálpar. Vá það er bara 1/3 af heimilum hérna í Bolungarvík. Já það er bara heilmikið.  Ég hugsa að það svona nokkurn vegin svo stór hluti heimila í Bolungarvík sem þurfi hjálp... gott hjá þeim. EN þá eru öll hin heimilin í landinu eftir sem marra enn í hálfu kafi en fá ekki náð fyrir augum yfirlýstar félagshyggjustjórnar.GetLost

Þetta er bara grín, ef þú átt í greiðsluerfileikum þá leitar þú til ráðgjafastöðvar heimilanna, (fyrsta báknið) ef það fær einhverja náð þar er það sent til héraðsdómara,, já já allir vita hvað það tekur langan tíma, einhverja mánuði. Þaðan fer það aftur til ráðgjafa og fylgir því ákveðin vitnisburður svo aftur til Héraðsdóms. Líklega verður þetta heimili orðið hálf bogið af hungri og eymd eftir alla þessa bið. þetta er í besta lagi grín í versta falli svívirðing.

Hvað er rauðgrænabyltingin  (einhenta ríkisstjórn VG og S) tilbúin að borga fyrir þessa meðferð og hver greiðir hana? Mér er spurn. Eitthvað kostar það, örugglega hægt að bjarga nokkrum heimilum í millitíðinni og fyrir það fé sem þarna fellur í vasa sérfræðinga sem eiga eftir að maka krókinn vel á þessari vitleysu.

En lög um að aflétta ábyrgðarmönnum af lánum fær mitt atkvæði.


Huppa

kyrÍ nýjasta bændablaðinu er sagt frá því að í háskólanum í Newcastle í Englandi séu þeir búnir að komast að því að kýr mjólki betur ef þær beri nöfn, eða s.s. heiti eitthvað. Huppa mjólki 258 litrum meira heldur en sú nr. 567 í ónefndum kúahóp.

Ályktun sem þeir draga af þessu er að kýr sem bera nafn þær fá meiri umhyggju og frekri meðferð heldur en NN kýrin og þess vegna afslappaðri.  Já þetta hélt ég að væru ekki ný sannindi. Á þetta ekki við um okkur tvífætlingana? ef við fáum  meiri umhyggju og meiri jákvæðari athygli þá afköstum við meira, sama hvar okkur ber niður. Á heimili, vinnunni, í skólanum og í samfélaginu.

Við skulum muna það, þrátt fyrir vetrarríki úti, hærri verðbólgu en eðlilegt er að við erum öll einstök og skilum okkar inn í samfélagið allt.


Það lá að

snjórMig dreymdi böns af hveitikökum í nótt, mér var boðið í hús hér í Víkinni og ég leit inn í skápa og allir skápar voru fullir af hveitikökum. Ég var að halda að þetta boðaði snjó,,,, hélt að væri komið nóg af því en viti menn um kvöldmataleytið var kominn glórulaus bylur. En konan sem bauð mér í hús í draumnum hét Björg svo þetta él birtir upp um síðir eins og öll hin.

Sjálfstæðismenn

Kassinn undir bréfalúgunni hjá mér er fullur hvern dag er ég kem heim úr vinnu. Björt og brosandi andlit á glanspappír blasa við mér, gefandi fögur en fá loforð um betri daga. Þetta er prófkjörslagur sjálfstæðismanna í NV kjördæmi.

En sú peningasóun og þetta er eitthvað svo mikið 2007. Ef maður opnar bb.is þá blasa við manni á alla kanta banner-auglýsingar svo aðrar fréttir skreppa saman eins og yfirtaka ríkisins á okkar ástkæru sparisjóðum. Svo eru greinaskrif stuðningsmanna, tvær til að tryggja fimmta sætið !!!!!!!

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem auglýsir í blöðunum fyrir prófkjör, æææ hvað þeir eru taktlausir eitthvað, svo lýsandi fyrir þá. Svo eru þeir líka farnir að klóra augun úr hver öðrum.

Ég vildi að frambjóðendur í NV hefðu notað þessa fjármuni í eitthvað vitlegra. Ég giska á að samanlagður kostnaður þeirra sé upp á nokkrar milljónir og þetta er bara prófkjörið, svo er kosningabaráttan eftir.

Sjálfstæðismenn vakna,,,, halló......


niðurstaða

Þá liggur fyrir niðurstaða póstkosningar hjá Framsóknarmönnum í NV kjördæmi. Ég stefndi í 1 eða annað sætið. Niðurstaðan er fimmta sætið. Ég er samt mjög sátt. Ég fór algjör lega blönk í þessa baráttu. Í þeirri merkingu að ég er í fyrsta sinn að bjóða mig fram í landsmálum í flokknum þrátt fyrir að ég hafi alltaf starfað mismikið þó á heimavelli. Ég lagði ekki  meira fé í kosningabaráttuna en bensín, eign orku og keypti nokkrar gistinætur hér og þar. Þess vegna finnst mér allt vera upp á við í þessu og mjög sátt við mitt. Takk fyrir kæru kjósendur sem krossuðu við mig 937 sinnum.

Auk þess vil ég sérstaklega þakka eiginmanni mínum honum Sigga Gumma sem hefur stutt mig til tunglsins í þessu auk stórfjölskyldum báðum  megin og vinum. Björgmundi Erni þakka ég sérstaklega mikla hjálp og stuðning.

Listinn sjálfur er bara flottur. Gunnar Bragi leiðir listann og er hann vel að því kominn. Ótvíræður leiðtogi og snjall stjórnmálamaður. Guðmundur Steingrímsson, er flottur í baráttusætinu og er flottur inn á þing fyrir okkar kjördæmi.

Ég lít svo á að Sindri sé varaþingsmannsefni og er flottur fulltrúi bænda meðal okkar.

Það verður þó að segja að ef við lítum á listann út frá kynjaskiptingu stöndum við frekar höllum fæti, það þurfti þó ekki að beita handstýringu um að koma kynjakvótanum á, en ekki gat það staðið tæpar. Elín Líndal búin að vinna óslitið í flokknum og gengt fjöldamörgum trúnaðarstörf fyrir hann hlýtur fjórða sætið. Í 75% tilfella var krossað við hana í 1-4 sætið, því öllum finnst rétt að listinn endurspegli rétta samfélagsmynd en þó svona bara til að vera með en ekki til áhrifa. 

Það er þó stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum að um síðustu helgi skyldu fimm konur vera lenda í röð í kraganum.

 Ég hlakka til að vinna með þessu frábæra fólki sem ég er búin að vinna með síðustu vikur, líka þeim sem ekki náðu framalega, því allt var þetta  mjög frambærilegt og stórskemmtilegt fólk. Við öll leiðum listinn til sigurs 25. apríl nk.


Moka moka

halla_snjorMoka, moka, moka meiri snjó,, Þetta beið mín þegar ég kom heim, gott að eiga hraustan dreng sem getur hjálpað mér. Guðný Hildur nágrannakona mín smellti þessari af okkur. Var búin að vera á framboðsferðalagi um Vesturland um helgina og komst ekki heim á mánudagskvöldið en við hjónin vorum svo heppin, að stoppa í Reykjanesi og gista þar.  Þar sváfum við bara í norðanrokin og létum staðarhaldara stjana við okkur á allan máta. Keyrðum á mánudagsnóttina í tunglsljósi og stjörnubjörtu veðri, en Éljabakki hafði legið hérna yfir Bolungarvík og Ísafirði svo það var allt orðið ófært hérna norðan til eins og sést á þessari mynd.

Ég var s.s. á framboðsfundarherferð um helgina. Byrjaði hér á laugardaginn á Ísafirði, svo var fundur á sunnudagsmorgun á Akranesi og kl 16 í Borgarnesi. Þá var ferðinni haldið á Snæfellsnesið þar sem við tókum hús á Maggý og Dúna. Gott að hitta þau og spjalla aðeins. Maggý er að gera skemmtilega hluti á Nesinu sem ég er að hugsa um að kynna mér aðeins betur, þ.e. Átthagastofa, þetta væri tilvalið að koma hérna upp í Bolungarvík. Vantar bara frískt fólk að huga að þessu.

Á mánudaginn fór ég sem sannur frambjóðendi heim á nokkra bæi og hitti hressa bændur. Þá var svo fundur á Stykkishólmi um kvöldið og svo var haldið heim um nóttina sem áður sagði.

En heim er ég komin og fer ekki aftur fyrr en á föstudaginn...... 


Það eru ekki alltaf jólin

Lítil hnáta stóð fyrir framan mig með bolluvöndinn sinn og sagði: „Amma, nú eru jólin búin, hvað þá?“ Jú, bolludagur var fram undan, sprengidagur og öskudagur með möskum og grímuballi. En spurning hennar minnti mig á Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki þegar hún sat við að vinna ullina á löngum og dimmum vetrarkvöldum eftir jólin. Henni fannst sem allt væri kalt og dautt eftir nýliðna jólahátíði og svo óralangt í næstu tilbreytingu. Hún reyndi af mætti að kalla fram bjartari tíma og tilhlökkun í fleiri hátíðisdaga: „Núna þegar þessar hátíðir eru liðnar, hvað er það þá sem tekur við amma?“ Spyr hún ömmu sína. „Ætli það taki sosum mikið við, held það taki ekki mikið við. Sem betur fer.“ Svarar sú gamla, nærri hlakkandi.

Þjóðinni er eins farið og Ástu Sóllilju, við eygjum illa betri tíma og þráspyrjum yfirvöld um framhaldið. Okkur er illa bumbult eftir þenslu liðinna hátíðisdaga þegar landinn lifði jólin í efnahagslegu tilliti og var kannski helst til ginnkeyptur eins og hann héldi að þau vöruðu að eilífu. Jólasveinar í líki útrásarvíkinga hröktu raunsæi og skynsemi út í horn meðan þeir sleiktu úr öskum og skyrdöllum þjóðarinnar.  En er það rétt hjá ömmu Ástu Sóllilju að það taki ekkert við? Sérfræðingar eru ekki sammála um framhaldið, ekki einu sinni um skuldastöðu þjóðarinnar. En endurreisnarstarf er þegar hafið og mikið verk er fram undan. Það sem skipir mestu máli er að við missum ekki sjónar á framhaldinu, að við eygjum betri tíma. Breytingum fylgja tækifæri. Mikilvægt er að koma auga á þau. Það verður að hafa þor til að skoða skipulagið niður í rót, jafnvel á sérstöku stjórnlagaþingi þar sem stjórnskipulag landsins verður skoðað. Framkvæmdavaldið þarfnast endurskoðunar.Miklu máli skiptir að samfélagið verði byggt upp innanfrá í formi menntunar í heimabyggð á öllum skólastigum. Háskólasetur verði efld og sérstaða svæða nýtt. Menntun er driffjöður framþróunar og skiptir miklu máli. Einnig er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir atvinnuskapandi hugmyndir og þannig verði frumkvöðlastarfi fundinn frjór farvegur. Þetta er hægt að gera í samvinnu við háskólaumhverfið á hverjum stað.Framsóknarflokkurinn hefur hlýtt kalli þjóðarinnar um endurskoðun og endurnýjun í röðum flokksins þótt ekki sé um að ræða neina umbyltingu því miklu máli skiptir að reynsla og þau manngildi sem fyrir eru fái að njóta sín. Flokkurinn hefur  því  afturfærst nær sínum grunngildum með fólk í fyrirrúmi. Það sem fram undan er þarf ekki að vera algjörlega nýuppfundið, hins vegar þarf að leita jafnvægis og virkja lýðræðið. Okkur er því ekkert að vanbúnaði, við getum hafið endurreisnarstarf með bjartsýni og von að leiðarljósi.

Framboð

Ég undirrituð, Halla Signý Kristjánsdóttir, hef ákveðið að gefa kost á mér í 1-2 sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2009.

Það er mikilvægt að þjóðin öll fái áheyrn nú í því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Allir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sem hafa verið undirstaða hagkerfisins og standa enn alla storma af sér, verða að endurheimta þá virðingu sem áður var borin fyrir þeim. Auk þess verður að kalla fram frumkvöðla til að blása lífi framtíðina og til að koma auga á ný tækifæri bæði hér innanlands sem erlendis. Það má ekki gleyma því að í breytingum felast tækifæri og við verðum að vera bjartsýn til að koma auga á þau.

Ég er fædd og uppalin á Brekku á Ingjaldssandi og er nú búsett í Bolungarvík, fædd 1964. Gift Sigurði G. Sverrissyni og eigum við fjögur börn. Ég útskrifaðist frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst 2005 sem viðskiptafræðingur og starfa nú sem skrifstofu- og fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar.  Ég hef lengi starfað með framsóknarflokknum og sat í stjórn framsóknarfélags Ísafjarðarbæjar um nokkurt skeið.

Þeir sem verða kallaðir til starfa næstu fjögur árin á Alþingi Íslendinga takast á við erfitt og fjölbreytt verkefni. í því felst að við verðum að taka á móti þeim með bjartsýni og með þeirri von að hægt sé að snúa hagkerfinu í átt farsældar og jafnvægis fyrir þjóðina alla. Ég tel mig hafa fullan kraft og hæfileika til að takast á við það verkefni að fara fram með framsóknarfólki í Norðvesturkjördæmi og þess vegna sækist ég eftir trausti í póstkosningu nú í byrjun mars. 

Halla Signý Kristjánsdóttir


Vikan að renna sitt skeið

Þessi vika alveg að renna sitt skeið, tíðindamikil og bólginn. Flensa og kverkaskítur hefur einkennt þjóðarsálina og stjórnmálin. Framsóknarmenn draga lappirnar í stjórnarmyndunarviðræðum. Það er ekkert óeðlilegt að þeir verði að vera sáttir ef þeir eigi að styðja og styrkja ríkisstjórnina næstu þrjá mánuðina, en að taka sér heila viku í undirbúning að 90 daga stjórn er nú kannski fullmikið. Ja það ætti fátt að koma þeim að óvart. Mér finnst alveg fullskiljanlegt að Béið vilji ekki stökkva út í djúpulaugina án þess að kanna hitastigið eða dýptina. EN þeir mega ekki bíða þetta af sér eða skemma fyrir, því það yrðu þeir sem yrðu verst fyrir barðinu á því.

Sólin sá sig knúna til að snúa aftur og sýna sig í Vestfirskum byggðum í vikunni, mikið vorum við tilbúin að taka á móti henni. Fólkið þegar farið að sýna vítamínsskort af sólarleysi, slen og kvíði og ekki bætir efnahagsáhyggjur ástandið.


Í dag skein sól í Seljadalnum

Sólin bjarta sendi geisla

sínir okkur vorsins kjól

allra orku óðum beislar

okkur lofar dýrð um ból

 

- þetta datt mér í hug þegar sólin sendi geisla sína inn til mín úr Seljadalsskarðinu.

brekka_vetur

Hérna er mynd heiman frá Brekku á Ingjaldssandi, í dag 27. janúar á sólin að sjást þar aftur, þannig ég mátti til að setja þessa fallegu vetrarmynd,

 

ljósmyndari: Hreinn Ásgeir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband