Yoga og mótmæli

Gerði mér erindi bæjarleið í dag, inn á Ísafjörð, fyrst til að setja Íslandsmet í Yoga. Það er skrýtið að geta tekið þátt í Íslandsmeti þar sem ég hef ekki stundað Yoga hingað til og þetta varla nokkra stöðu en allt gekk það eftir, um 150 manns var samankomið  í íþróttahúsinu á Torfnesi og andaði frá sér kvíða og stressi undanfarna viku. Omuðum í kór, það var flott.....

Síðan lá leiðin niður á Silfurtorg að mótmæla. Þarna var líklega 100 manns og fjórir rosa góðir ræðumenn sögu sína sýn á þessu ástandi sem okkur hefur verið troðið upp á okkur og engin kallaður til ábyrgðar. Ráðmenn lofa upp í báðar ermar að eitthvað sé verið að gera en geta lítið sagt okkur.

Allt ætlar óhamingju Íslands að verða að vopni, Nú þarf forsætisráðherra að stíga af stígnum vegna veikinda sinna, vonandi gengur honum vel á þeirri braut.

Ég er hálfkvíðin kosningum með þessa fimm flokka sem eru festir jaðra við að hafa stjórnarkreppu innandyra og allt óljóst hver situr við stýrið.

en drottinn blessi heimilin...


Allt verður að vopni

Það er eitthvað að gerast.

Eftir ég horfði á Kastljósið í gær, var ég sannfærð um að eitthvað er að gerast bak við tjöldin. Geir var eins og lúpa og Steingrímur furðu rólegur, (hefur ekki verið það síðan hann var í stjórnarmyndunarviðræðum við Ingibjörgu Sólrúnu daga eftir sl. kosningar.

Hef fylgst með hálfgerðri vanþóknun á þessi mótmæli í henni Reykjavík, nú slösuðust tveir lögreglumenn alvarlega (að sögn mbl) í nótt, skríll..

Ég var feiknareið fjölmiðlum í fyrradag, þegar þeir mögnuðu upp lætin og fyrir ókunnuga þá vissi maður ekki hverju var verið að mótmæla heldur snérist bara í kringum lætin sem af þessu hlaust. Ég hefði alveg viljað standa í mótmælum gegn ríkisstjórninni, en þessi skríll þarf alltaf að eyðileggja allt með þessu ofbeldi, svo fannst mér alger óþarfi og algjör skömm að grýta Geir í gær, talandi um Ísrael, ég veit ekki hvernig íslensk þjóð myndi haga sér með byssu undir höndum eða alvöru sprengur eins og sú þjóð hefur alist upp með. Þetta var algjör horror. En auðvitað er fólkið sem gengur fram með ofbeldi og sprengjur í algjörum minnihluta kannski 5% en þeir skyggja á hina. Og þegar ríkisstjórnin fellur þá verður það skýrt með að þeir hafi farið frá með ofbeldi,,,,,

Allt verður að vopni, gangstéttahellur og landbúnaðarvörur. Kannski nýr markhópur hjá mjólkursamsölunni og eggjaframleiðendum.

Ég þekki lögregluþjón sem fékk hent í átt til sín flugeldatertu og átti nú ekki mikið svigrúm að hlaupa langt. Ég spyr er lögreglan ekki íslenska þjóðin? og þvílíkt ofbeldi sem henni var sýnt fannst mér fyrir neðan allar gangstéttarhellur.

 


Ég bara blóta!

Enn á ný hefur Þorrablót BOLVÍKINGA verið auglýst, það skal sem áður vera haldið fyrsta laugardag í þorra. Svona hefur þetta alltaf verið.

Sambúðarfólk, ekklar og ekkjur með lögheimili í Bolungarvík mega koma, en ekki hinir. Þorrablót Bolvíkinga er auðvitað ekki fyrir alla Bolvíkinga heldur bara suma. Svona hefur þetta alltaf verið.

þetta hefur verið gert í 60 eða 70 ár. Þessar reglur voru settar þá og endurspeglaði það samfélag sem var hér þá. Ég hef velt því fyrir mér hvort reglurnar spegli ennþá það samfélag sem er hérna núna, Það er bara fyrri suma, ekki alla?

Nú í seinni tíð hafa oftar og oftar heyrst raddir sem vilja breyta þessu, þar sem augljóst er , fyrir þá sem ennþá sjá og eru ekki með bundið fyrir bæði augu,að samfélagið er margbreytilegt og er ekki eins samansett og fyrir 70 árum. En alltaf hafa þeir, sem eru hræddir við að breyta, á takteinum afsökun fyrir stöðnuninni. Bara fyrir tveimur árum og þar áður var það þrengsli í Félagsheimilinu sem stóð í vegi fyrir að þessu yrði breytt, það var bara pláss fyrir suma ekki alla. Ég hitti konu um daginn sem er fráskilin sem sagði " þegar ég var gift þá var pláss fyrir okkur bæði, en eftir að ég skildi þá var ekki pláss fyrir mig eina" !!!!!!!!

Svo var þorrablótið flutt í Íþróttahúsið og plássið var nægilegt, þá allt í einu var þetta þorrablót fyrir félagsskap hjóna eða sambúðarfólks.

er þetta félagsskapur sem ég get gengið í?.........nei!

er þessi félagsskapur með félagslög?...................nei!

er þetta auglýst sem slíkt?...................................nei

Þetta er þorrablót Bolvíkinga.

 Ég hitti konu á dögunum sem er núna í þorrablótsnefnd, nánar tiltekið formann bæjarráðs, kona sú stóð upp fyrir réttlætinu (að eigin sögn) í vor og gerði skurk, réttlæti Bolvíkinga var brugðið taldi hún. (ekki legg ég dóm á það hérna) En svona túlkar formaður bæjarráðs réttlætið ásamt hinum 12 nefndarkonum eða hvað þær eru margar. Já er þetta réttlæti? fyrir suma en ekki alla eða nei, þetta er ekki einu sinni réttlæti fyrir þá sem mega mæta þessar reglur er bara svartur blettur á annars ágætu samfélagi.

Svonahefurþettaalltafveriðsyndrum Bolvíkinga ,,, breytist ekki því svona hefur þetta alltaf verið svona.


Lobbi

Kastljós í kvöld , minn gamli kennari frá Bifröst Guðmundur eða Lobbi hafði ekki fallega sýn á Ísland framtíðarinnar. Þótti Robert Wade  heldur varfærin í spá sínum kvöldinu áður. Alltaf skal dramb okkar Íslendinga verða okkur að falli, og allir og sjálfsagt Lobbi sjálfur lítið hlýtt á með daufum eyrum í fyrra þegar Róbert reyndi að vara okkur við þessari bjargbrún sem við vorum u.þ.b. að falla fram af. Er valdið virkilega svo dýrmætt og sjálfsagt núverandi stjórnvöldum að það varni þeim að standa upp, biðji sér aðstoðar, og fari svo eftir því.  Það er ekki endilega ALLT þeim að kenna, nei varla, voru með bæði eyru og augu lokuð eins og 96% af þjóðinni. 

 

En eins og Lobbi sagði, allt það sem er best er í lífinu er ókeypis, en það sem er sumum lífsnauðsynlegt er ekki ókeypis, t.d. lyf og heilbrigðisþjónusta sem er svo langt frá því að vera ókeypis í dag. Alltaf skal líka leita þangað fyrst þegar þrengir að, ekki heyrist neitt um það að einhverjir verði dregnir til ábyrgðar en líklega væri hægt að halda heilbrigðiskerfinu líflegu um stundarsakir ef að þeir sem bára ábyrgðina og hlupu undan með milljarðanna skiluðu þeim til baka. En það má ekki blaka við þeim, þeir eru líklega of nærri einhverjum sem ráða.

 


Nordan gardur

Nú sýnir janúar sitt rétta andlit. Norðan þræsingur og snjór. Rúmlega tveggja vikna veðurblíðu að ljúka.

Fréttir vikunnar frekar rólegar, sameiningar heilbrigðisstofnanna verið í brennidepli og sitt sýnist hverjum. Þrjár stofnanir sameinaðar hér á norðanverðum Vestfjörðum. Patreksfirði, Bolungarvík og Ísafjörður. Það er ekkert óeðlilegt að sameina hér á milli Bolungarvík og Ísafjarðar, samgöngur að öllu jöfnu góðar og fara batnandi Smile en að hnýta Patreksfirði með skil ég ekki og um leið þá sker Vegagerðin niður vetrarþjónustu á milli staða. Þetta kallast að sameina og spara í gegnum Exelskjal. Það er frekar vond vinnubrögð því þótt formúlur séu margar og góðar í því skjali þá vantar margar alla vegna til að nota við aðgerðir.

Í byrjun sl árs kom nefnd á vegum heilbrigðisráðherra hingað til Bolungarvíkur til að kynna fyrirhugaðar sameiningar, þá var hugmyndin um að sameina Patreksfjörð við Ísafjörð og Bolungarvík ekki í umræðunni. En líklega hefur þetta þótt tilvalið eftir að bankarnir hrundu eins og spilaborg. Ég hefði haldið að það þyrfti að gera forsendur fyrir sameiningu að veruleika áður en farið var út í framkvæmdina. Meðan það er ekki fært nema fuglinum fljúgandi á milli staða stóran hluta úr árinu er þetta óskiljanleg aðgerð.

Sameingin hér innan Djúps horfir allt öðrum augum, þá gefst tækifæri til að hliðra á milli staða þjónustu. Ég sé tækifæri hérna í Bolungarvík að hægt sé að byggja upp öldrunarþjónustu hér og að bygging hjúkrunarheimilis verði hérna í Bolungarvík, því það er jafn greiðfært frá sjúkrahúsinu á Ísafirði til Bolunarvíkur eins og frá Bolungarvík inn á Ísafjörð.

Þetta sem er að gerast í Hafnarfirði og Skagafirði ber vott um að Exelskjalssyndrumi hjá yfirvöldum hafi farið á ótrúlegt flipp.

 


Nú árið er liðið

Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu góðu.

Aftur er komið nýtt ár í öllu sínu veldi, þegar ég vaknaði á nýjársmorgun óskaði ég þess heitt að árið yrði í samræmi við veðráttuna sem ég andaði að mér í Bjarnardalnum. Stilla, friður og sólin vermdi fjallatoppa og beið þess í ofvæni að senda okkur geisla sína núna í byrjun þorra.

Árið sem við erum að kveðja hverfur í spjöld sögunnar og verður minnst vegna öfga sinna í náttúrunni sem og í afrekum okkar þjóðarinnar, hvort sem það er í efnahagsmálunum, menningu eða íþróttum. Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði í fréttunum áðan að það væri gömul sögn að veðráttan fylgdi jafnan efnahagsmálum þjóðarinnar. Æ held það sé ekki rétt eða það er réttara sagt öfugt ,efnahagsástand þjóðarinnar hefur fylgt veðráttunni enda ekki nema von þar sem landinn hefur alltaf átt allt sitt undir náttúrunni og þá verður afkoman í samræmi við þá hlið sem hún snýr að okkur.

Hörður Torfason sagði í fréttum  áðan að hann óttaðist að ef að stjórnmálamenn færu ekki að segja af sér og axla ábyrgð þá myndi mótmæli harðna með tilheyrandi ofbeldi og skemmdaverkum. Mér fannst satt að segja þetta hljóma eins og hótun. Aðgerðir á gamlársdag við Hótel Borg fannst mér setja svartan punkt á árið. Er þetta það sem koma skal?. Ég skal fegin standa í fremstu röð í friðsamlegum mótmælum á Austurvelli dag eftir dag, en þessar aðgerðir báru með sér ofbeldi og yfirgang sem er hálfu verri en aðgerðaleysi stjórnvalda og fjármálaeftirlits á liðnum mánuðum.

Það var í seinni heimsstyrjöldinni að gömul kona sat á rúmi sínu í baðstofunni og hlustaði stillt á fréttir sem bárust utan úr heimi af stríðsrekstri og ófriði þá hristi hún hausinn og sagði stundarhátt " það endar með því að þeir meiða einhvern í þessum látum" ja svei mér ekki ég held það endi með því.

 

 

 


Gleðilega jólahátið

jolHvað boðar nýjárs blessuð sól?/hún boðar náttúrunnar jól...Í almáttugri hendi hans/er hagur þessa kalda lands. þetta eru línur úr sálmi Matthías Jochumssonar ort 188x.

Hann sagði líka í þjóðsöngnum: Ó vertu hvern morgun vort ljúfasta líf, /vor leiðtogi, í daganna þraut...:,:Íslands þúsund ár:,: verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár/sem þroskast á Guðs ríkis braut.

Sígilt

Hafið gleðileg jól


Íslenskur veruleiki...

ég ætla að segja ykkur sanna sögu af ungu fólki sem ég þekki sem voru að fá sína jólagjöf frá kreppukróki,, sem er óboðin jólasveinn þetta árið.

Þau búa í Hafnarfirði 25 ára, með tvo litla stráka, hann í ágætis vinnu ennþá, hún vann á leikskóla en er búin að fá uppsagnarbréfið. Þau keyptu sér fyrir þremur árum kjallaraíbúð en í fyrravetur ákváðu þau, fyrir þrábeiðni, ráðgjafa og feitum ráðgjöfum bankanna að selja kjallaraíbúðina og kaupa sér íbúð í byggingu á Völlunum í Hafnarfirði, fengu ágæta sölu á sína íbúð og verðbóla íbúðarhúsnæðisins hafði skilað þeim nokkrum milljónum á þessum árum. Nýja íbúðin kostaði 27 mkr. Þau fluttu til mömmu til að spara sér fyrir innréttingum og fallegu parketti á gólfið. Hann tók alla þá aukavinnu sem bauðst og sló tengdapabba um lán fyrir eldhúsinnréttingunni því þá voru vextirnir farnir að hækka verulega enda komið fram á sumar. En þetta átti allt að reddast með hagsýni og meiri aukavinnu.

Þau flutti inn á haustdögum, en afsalið var ekki komið fyrir íbúðinni, verktakinn sem byggði íbúðina var ekki búin að skila sínu, verkið allt seinkað og margt smálegt eftir. Enda héldu þau eftir milljón krónur af eftirstöðvum til að þrýsta á verktakann um verklok, og því afsalið ekki falt til undirskriftar.

Í fyrradag komust þau að því í bankanum sínum að verktakinn var búin að lýsa sig gjaldþrota, og skildi (alveg óvart) eftir 120.000.000,- króna veð á íbúðinni Þeirra. Eigandi íbúðarinnar fyrir neðan þau, hafði fengið 90.000.000 króna jólapakka frá sama verktaka. Hvað geta þau gert? íbúðin er með réttu eign þrotabúsins og eina sem þau geta gert er að lýsa kröfu í þrotabúið. Reikni nú hver sem vill hvar í forgangsröðinni þeirra "litla" krafa lendir. Þetta er bara fjórfalt verðmati íbúðarinnar.

Íslenskur veruleiki.

Það er líka íslenskur veruleikur að það gengur hér "laus" fyrirverandi bankastjóri sem var með 67.000.000  krónu tekjur á mánuði af því að hann var í svo ÁBYRGÐAFULLRI STÖÐU.......


Vargurinn

Þá er Vargurinn eftir Jón Hall, farin til síns heima í bókasafnið. Þetta var sakamálasaga sem gerist á Seyðisfirði, og að sjálfsögðu er einn rannsóknarlögreglumaður í aðalhlutverki "að sunnan" með óuppgerða fortíð og framtíð. Svona týpískur íslenskur krimmi, en ágætlega samansettur og bættist við spennuna kafla frá kafla.

Ef ætla mætti þá er höfundurinn ekki mikill femínisti, eða það að hann er meðvitað að leggja lélega mynd að konum í söguna. Veit það ekki.

En alla vegna bókin náði að fanga mig sem lesanda með því að vera spennandi og ágætisflétta og fer vel ofan í smáatriðin eins og svona sögur gera,

*** frá mér

Núna er á náttborðinu Skaparinn eftir Guðrúnu Míervudóttur, lofar góðu


jólabækur

Ég var búin að lofa því í fyrri færslum að ég skildi gefa þeim bókum einkunn sem ég er að lesa núna fyrir jólin. Ég var með bókina "segðu Mömmu að mér líði vel" eftir Guðmunda Andra Thorsson. Þarna fjalla Guðmundur um ástina frá ýmsu sjónarhorni, ást föður á syni, syni á föður, kærasta á kærustu, milli móður og föður,

Þetta er afskaplega ljúf og góð bók, fer vel með lesandann. Veltur upp litbrigði samskipta og væntumþykju manna á milli, eilíft umhugsunarefni og ekki endanlegt bara ástir dagsins í dag og í gær, sem verða örugglega ástir morgundagsins.

 Þetta er bók sem maður flettir upp aftur eftir lestur og les valda kafla aftur.

**** frá mér

Núna er ég að lesa Varginn eftir Jón Hall, spennusaga sem gerist á Seyðisfirði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband