Vargurinn

Þá er Vargurinn eftir Jón Hall, farin til síns heima í bókasafnið. Þetta var sakamálasaga sem gerist á Seyðisfirði, og að sjálfsögðu er einn rannsóknarlögreglumaður í aðalhlutverki "að sunnan" með óuppgerða fortíð og framtíð. Svona týpískur íslenskur krimmi, en ágætlega samansettur og bættist við spennuna kafla frá kafla.

Ef ætla mætti þá er höfundurinn ekki mikill femínisti, eða það að hann er meðvitað að leggja lélega mynd að konum í söguna. Veit það ekki.

En alla vegna bókin náði að fanga mig sem lesanda með því að vera spennandi og ágætisflétta og fer vel ofan í smáatriðin eins og svona sögur gera,

*** frá mér

Núna er á náttborðinu Skaparinn eftir Guðrúnu Míervudóttur, lofar góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að Vargurinn væri æfisaga..

JK (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Halla Signý Kristjánsdóttir, 20.12.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband