Íslenskur veruleiki...

ég ætla að segja ykkur sanna sögu af ungu fólki sem ég þekki sem voru að fá sína jólagjöf frá kreppukróki,, sem er óboðin jólasveinn þetta árið.

Þau búa í Hafnarfirði 25 ára, með tvo litla stráka, hann í ágætis vinnu ennþá, hún vann á leikskóla en er búin að fá uppsagnarbréfið. Þau keyptu sér fyrir þremur árum kjallaraíbúð en í fyrravetur ákváðu þau, fyrir þrábeiðni, ráðgjafa og feitum ráðgjöfum bankanna að selja kjallaraíbúðina og kaupa sér íbúð í byggingu á Völlunum í Hafnarfirði, fengu ágæta sölu á sína íbúð og verðbóla íbúðarhúsnæðisins hafði skilað þeim nokkrum milljónum á þessum árum. Nýja íbúðin kostaði 27 mkr. Þau fluttu til mömmu til að spara sér fyrir innréttingum og fallegu parketti á gólfið. Hann tók alla þá aukavinnu sem bauðst og sló tengdapabba um lán fyrir eldhúsinnréttingunni því þá voru vextirnir farnir að hækka verulega enda komið fram á sumar. En þetta átti allt að reddast með hagsýni og meiri aukavinnu.

Þau flutti inn á haustdögum, en afsalið var ekki komið fyrir íbúðinni, verktakinn sem byggði íbúðina var ekki búin að skila sínu, verkið allt seinkað og margt smálegt eftir. Enda héldu þau eftir milljón krónur af eftirstöðvum til að þrýsta á verktakann um verklok, og því afsalið ekki falt til undirskriftar.

Í fyrradag komust þau að því í bankanum sínum að verktakinn var búin að lýsa sig gjaldþrota, og skildi (alveg óvart) eftir 120.000.000,- króna veð á íbúðinni Þeirra. Eigandi íbúðarinnar fyrir neðan þau, hafði fengið 90.000.000 króna jólapakka frá sama verktaka. Hvað geta þau gert? íbúðin er með réttu eign þrotabúsins og eina sem þau geta gert er að lýsa kröfu í þrotabúið. Reikni nú hver sem vill hvar í forgangsröðinni þeirra "litla" krafa lendir. Þetta er bara fjórfalt verðmati íbúðarinnar.

Íslenskur veruleiki.

Það er líka íslenskur veruleikur að það gengur hér "laus" fyrirverandi bankastjóri sem var með 67.000.000  krónu tekjur á mánuði af því að hann var í svo ÁBYRGÐAFULLRI STÖÐU.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfuls viðbjóður!!!

Hvað er hægt að gera?????

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:34

2 identicon

Hvað heitir verktakinn?.

jk (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Það fylgdi ekki sögunni hvað verktakinn hét

Halla Signý Kristjánsdóttir, 21.12.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband