Björgum Heimilinum

Í gær var samþykkt lög um greiðsluaðlögun, þetta er tillaga núverandi ríkisstjórnar til að bjarga heimilunum í landinu, undan klóm kreppu og verðbólgurisans. Já þetta kemur til að með að koma 120 heimilum til hjálpar. Vá það er bara 1/3 af heimilum hérna í Bolungarvík. Já það er bara heilmikið.  Ég hugsa að það svona nokkurn vegin svo stór hluti heimila í Bolungarvík sem þurfi hjálp... gott hjá þeim. EN þá eru öll hin heimilin í landinu eftir sem marra enn í hálfu kafi en fá ekki náð fyrir augum yfirlýstar félagshyggjustjórnar.GetLost

Þetta er bara grín, ef þú átt í greiðsluerfileikum þá leitar þú til ráðgjafastöðvar heimilanna, (fyrsta báknið) ef það fær einhverja náð þar er það sent til héraðsdómara,, já já allir vita hvað það tekur langan tíma, einhverja mánuði. Þaðan fer það aftur til ráðgjafa og fylgir því ákveðin vitnisburður svo aftur til Héraðsdóms. Líklega verður þetta heimili orðið hálf bogið af hungri og eymd eftir alla þessa bið. þetta er í besta lagi grín í versta falli svívirðing.

Hvað er rauðgrænabyltingin  (einhenta ríkisstjórn VG og S) tilbúin að borga fyrir þessa meðferð og hver greiðir hana? Mér er spurn. Eitthvað kostar það, örugglega hægt að bjarga nokkrum heimilum í millitíðinni og fyrir það fé sem þarna fellur í vasa sérfræðinga sem eiga eftir að maka krókinn vel á þessari vitleysu.

En lög um að aflétta ábyrgðarmönnum af lánum fær mitt atkvæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mata krókinn.

JK (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband