niðurstaða

Þá liggur fyrir niðurstaða póstkosningar hjá Framsóknarmönnum í NV kjördæmi. Ég stefndi í 1 eða annað sætið. Niðurstaðan er fimmta sætið. Ég er samt mjög sátt. Ég fór algjör lega blönk í þessa baráttu. Í þeirri merkingu að ég er í fyrsta sinn að bjóða mig fram í landsmálum í flokknum þrátt fyrir að ég hafi alltaf starfað mismikið þó á heimavelli. Ég lagði ekki  meira fé í kosningabaráttuna en bensín, eign orku og keypti nokkrar gistinætur hér og þar. Þess vegna finnst mér allt vera upp á við í þessu og mjög sátt við mitt. Takk fyrir kæru kjósendur sem krossuðu við mig 937 sinnum.

Auk þess vil ég sérstaklega þakka eiginmanni mínum honum Sigga Gumma sem hefur stutt mig til tunglsins í þessu auk stórfjölskyldum báðum  megin og vinum. Björgmundi Erni þakka ég sérstaklega mikla hjálp og stuðning.

Listinn sjálfur er bara flottur. Gunnar Bragi leiðir listann og er hann vel að því kominn. Ótvíræður leiðtogi og snjall stjórnmálamaður. Guðmundur Steingrímsson, er flottur í baráttusætinu og er flottur inn á þing fyrir okkar kjördæmi.

Ég lít svo á að Sindri sé varaþingsmannsefni og er flottur fulltrúi bænda meðal okkar.

Það verður þó að segja að ef við lítum á listann út frá kynjaskiptingu stöndum við frekar höllum fæti, það þurfti þó ekki að beita handstýringu um að koma kynjakvótanum á, en ekki gat það staðið tæpar. Elín Líndal búin að vinna óslitið í flokknum og gengt fjöldamörgum trúnaðarstörf fyrir hann hlýtur fjórða sætið. Í 75% tilfella var krossað við hana í 1-4 sætið, því öllum finnst rétt að listinn endurspegli rétta samfélagsmynd en þó svona bara til að vera með en ekki til áhrifa. 

Það er þó stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum að um síðustu helgi skyldu fimm konur vera lenda í röð í kraganum.

 Ég hlakka til að vinna með þessu frábæra fólki sem ég er búin að vinna með síðustu vikur, líka þeim sem ekki náðu framalega, því allt var þetta  mjög frambærilegt og stórskemmtilegt fólk. Við öll leiðum listinn til sigurs 25. apríl nk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þessi árangur þinn helgast af því að þú vilt ekki breytingar. Kjósendur kalla á breytingar frá núverandi ástandi. Þannig vilja kjósendur Framsóknarflokksins Halldór Ásgrímsson aftur inn með Davíð ef ekki sem forsetsráðherra þá aftur í bankann og alla aftur inn í bankana.

Þannig hafði Ingibjörg Sólrún rétt fyrir sér þegar hún sagði við mótmælahyskið: "Þið eru ekki fólkið".

Kristján Sigurður Kristjánsson, 16.3.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband