Huppa

kyrÍ nýjasta bændablaðinu er sagt frá því að í háskólanum í Newcastle í Englandi séu þeir búnir að komast að því að kýr mjólki betur ef þær beri nöfn, eða s.s. heiti eitthvað. Huppa mjólki 258 litrum meira heldur en sú nr. 567 í ónefndum kúahóp.

Ályktun sem þeir draga af þessu er að kýr sem bera nafn þær fá meiri umhyggju og frekri meðferð heldur en NN kýrin og þess vegna afslappaðri.  Já þetta hélt ég að væru ekki ný sannindi. Á þetta ekki við um okkur tvífætlingana? ef við fáum  meiri umhyggju og meiri jákvæðari athygli þá afköstum við meira, sama hvar okkur ber niður. Á heimili, vinnunni, í skólanum og í samfélaginu.

Við skulum muna það, þrátt fyrir vetrarríki úti, hærri verðbólgu en eðlilegt er að við erum öll einstök og skilum okkar inn í samfélagið allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband