Framboð

Ég undirrituð, Halla Signý Kristjánsdóttir, hef ákveðið að gefa kost á mér í 1-2 sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2009.

Það er mikilvægt að þjóðin öll fái áheyrn nú í því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Allir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sem hafa verið undirstaða hagkerfisins og standa enn alla storma af sér, verða að endurheimta þá virðingu sem áður var borin fyrir þeim. Auk þess verður að kalla fram frumkvöðla til að blása lífi framtíðina og til að koma auga á ný tækifæri bæði hér innanlands sem erlendis. Það má ekki gleyma því að í breytingum felast tækifæri og við verðum að vera bjartsýn til að koma auga á þau.

Ég er fædd og uppalin á Brekku á Ingjaldssandi og er nú búsett í Bolungarvík, fædd 1964. Gift Sigurði G. Sverrissyni og eigum við fjögur börn. Ég útskrifaðist frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst 2005 sem viðskiptafræðingur og starfa nú sem skrifstofu- og fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar.  Ég hef lengi starfað með framsóknarflokknum og sat í stjórn framsóknarfélags Ísafjarðarbæjar um nokkurt skeið.

Þeir sem verða kallaðir til starfa næstu fjögur árin á Alþingi Íslendinga takast á við erfitt og fjölbreytt verkefni. í því felst að við verðum að taka á móti þeim með bjartsýni og með þeirri von að hægt sé að snúa hagkerfinu í átt farsældar og jafnvægis fyrir þjóðina alla. Ég tel mig hafa fullan kraft og hæfileika til að takast á við það verkefni að fara fram með framsóknarfólki í Norðvesturkjördæmi og þess vegna sækist ég eftir trausti í póstkosningu nú í byrjun mars. 

Halla Signý Kristjánsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt!

Ég hef mikla trú á þér í þetta.

Harpa J (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 22:33

2 identicon

Ef þú verður í 1. eða öðru sæti kýs ég framsókn.

kv sig haf

sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 13:57

3 identicon

Sko mína þetta fer að vera spennandi ekki veitir okkur af hér í dýrðinni......

Guja (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 21:43

4 identicon

Sammála Sigga, ef þú verður í 1. eða öðru þá á framsókn mitt atkvæði :)

Bessa (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:05

5 Smámynd: Indriði H. Indriðason

Ég vil vekja athygli á vefsíðu, www.profkjor.politicaldata.org, sem er nýstofnsett.  Tilgangur vefsíðunnar er að skapa vettvang þar sem kjósendur geta nálgast upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál þeirra auk annarra upplýsinga tengdum prófkjörunum/forvölunum.  Vefsíðan er opin frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum en það er undir frambjóðendunum sjálfum komið að færa inn upplýsingar um sig og stefnumál sín.  Ef frambjóðendur kjósa eru færslur af þeirra eigin bloggum birtar sjálfkrafa á vefsíðunni.  Það gefur t.d. kjósendum möguleika á að skoða bloggfærslur allra frambjóðenda flokksins í tilteknu kjördæmi – og jafnvel takmarkað við tiltekið sæti á listanum – á einum stað.  Það er von okkar að vefsíðan efli pólitíska umræðu og gefi kjósendum aukið færi á að taka málefnalega afstöðu. 

 

Frambjóðendur geta skráð sig hér: http://www.profkjor.politicaldata.org/wp-login.php?action=register

Indriði H. Indriðason, 4.3.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband