Færsluflokkur: Bloggar
18.9.2007 | 18:28
Átak
Jæja ekki fór ég á frönskunámskeiðið. En þess í stað fór ég og skráði mig á líkamsræktarnámskeið hjá Árna einka hérna niður í íþróttahúsi.
átta vikna námskeið, já já, er með strengi um allan kroppinn. 38 kviðbeygur og 19 armbeygjur.
í kjólinn fyrir jólin, er markmiðið.
Þetta fann ég á http://www.heilsuradgjof.is/xodus.asp?id=36&Pagename=Mataræði
Það er staðreynd að á milli 4-7 ára fresti endurnýjast 98% líkamans! Það þýðir að við erum úr þeim hráefnum sem við höfum lagt okkur til munns undanfarin 4-7 ár! Ef við lifum á gosdrykkjum og súkkulaði, þá er líkami okkar úr þeim hráefnum. Ef við hugsum um það myndrænt þá er það ekki fögur sjón, eða hvað? Líkaminn er úr vatni að mestum hluta. Milli 40-70% líkamans er vatn en það ræðst mest af fitumagni þ.e. líkami þeirra sem eru feitir inniheldur minna vatn en líkami þeirra sem er grannur. Ef allt vatn væri fjarlægt úr líkamanum þá væri rúmlega helmingur þess sem eftir sæti - prótein og prótein skyld efni.
"Ég er bara eins og ný manneskja"
Bloggar | Breytt 19.9.2007 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 21:02
Námskeið
Það datt inn um póstlúguna hjá mér bæklingur frá Fræðslumiðstöð Vestfarða í dag. Mitt í allri umræðunni um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Talandi um mótvægisaðgerðir.. nei annars ætla ekkert að tjá mig um þær.
Held að ríkisstjórnin ætti frekar að leita jafnvægis milli landshluta en ekki mótvægis!
Já bæklingurinn, það á að bjóða upp á 40 námskeið í vetur, allt frá pungaprófi upp í lyfjafræði. Ég sat og fletti, það eina sem greip mig er "frönskunámskeið fyrir byrjendur" reyndar kennt á Patreksfirði. Það sem heillaði mig var setningin "Námsefnið verður miðað við getu nemendanna" ég sé fyrir mér heila bók með orðunum já og nei á frönsku og það tæki mig heilt námskeið að komast í gegnum hana.
Það sem ekki liggur létt fyrir mér það er að læra tungumál, bara í dag átti ég að krafla mig fram úr ensku þegar ég ræddi við pólska stúlku sem leitaði til mín. Agalegt, þetta er ekki einusinni fyndið. "hvar ertu fædd"? "Were are you born?" ekki flókið en mér tókst að klúðra þessu "were are you bird"?... eitthvað að rugla með fæðingardag eða birth...
Stúlku kindin skildi þetta ekki,,, "Hvar ertu fugl"?? humm,
hvernig haldið ég verði í frönskunni?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2007 | 12:28
Haustlægð
Nú gildir að draga fram bandspottann og setja allt lauslegt í öruggt skjól.
Þegar svona spáirþá er aðdragandinn heldur verri, maður setur upp krippu og sjáöldrin þenjast út. Maður veit aldrei á hverju maður á von.
Gengur í norðan 18-25 með rigningu og jafnvel slyddu norðantil í fyrramálið, þetta er það sem þeir boða.
svo kvarta þeir undan einelti á Veðurstofunni innan stofnunninnar! ef þetta veður er ekki einelti eða jafnvel ofbeldi þá veit ég ekki hvað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 22:26
Val
Nútímaþjóðfélag snýst um að velja.
Velja úr nokkrum valmöguleikum. Það fyrirtæki er ekki samkeppnisfært sem ekki getur boðið upp á nokkra valmöguleika á þeirri þjónustu eða vöru sem í boði er.
Kaffihús, " ég ætla að fá einn kaffibolla" Nei ekki svona auðvelt. Þú þarft að velja milli útfærslu á kaffi, latte, expressó, venjulegt. Í glasi, bolla eða taka með.
Mjólkin sem kom einu sinni bara í einni bunu úr kúnni, hvít og freyðandi. Nú er hægt að velja á milli ný, létt, vítamínbætta, eða bara bragðbætta þegar maður ætlar að kaupa sér þennan eðaldrykk.
Alltaf verið að gera einfalda hluti flókna.
Ég fór út í bakarí um daginn, það var notalegt veður, hæg vestan gola, hitastig um 14 gráður og þurrt. Ég var mjög afslöppuð og ætlaði heim með fenginn og njóta yfir góðum kaffibolla, (sérvalið) og með Fréttablaðið til að lesa.
Tossalistinn var einfaldur, tveir snúðar, eitt speltbrauð og eitt rúgbrauð. En afgreiðslustúlkunni tókst algjörlega að þyrla upp deginum með því að stilla mér upp við vegg með hraðaspurningum um flokkun, lit og bragð af þessu öllu.
Snúðarnir voru til með súkkulaði og karamellu kremi. " Égg vil súkkulaði" sagði ég, sannfærð um að ég væri sloppin. " brúnt eða bleikt krem"? ég vildi brúnt.
Brauðið: " viltu með eða án sesamsfræja". Sesamfræ! til hvers? átti ég að gróðursetja það í garðinum hjá mér og uppskera SESAM,,, er það kannski einn liðurinn í Kolvetnisjöfnuninni? Þetta kostaði umhugsun og tveir bættust í röðina fyrir aftan mig, ég var farin að svitna. " ég ætla ekki fá fræ" stundi ég upp, rifjaði í huganum upp söguna um hænuna og hveitifræið, sem endaði með því að enginn vildi hjálpa henni og hún þurfti að gera allt sjálf. Upplifi mig alltaf sem litlu gulu hænuna þegar kemur að uppvaskinu, en þetta var nú útidúr.
" Viltu fá það skorið eða heilt"? jú best að fá það skorið svo ég slasi mig ekki við það þegar heim kemur.
Þá var komið að rúgbrauðinu, ekki flókið það. Nei takk! afgreiðslustúlkan horfið á mig ljósbláum þjónustuaugum " viltu fá það frosið eða venjulegt". Frosið eða venjulegt! ég spurði stúlkuna hvað ég ætti að gera með frosið rúgbrauð " nei, nei bara vildi bjóða þér að VELJA því ég á líka til frosið"
Ég fór með þessa spurningu heim og er enn ekki komin með svar við henni. Hvað átti ég að gera með frosið brauð?
Þegar ég kom út hafði þykknað upp, það rigndi og spáði hvössu eftir hádegið og ég hafði ekkert val um það.
Bloggar | Breytt 4.9.2007 kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 13:23
neðanjarðarstarfssemi
já ástin blómstar hérna þessar vikurnar, jafnvel neðanjarðar!.
Jarðeplin sameinast og hjörtu þeirra slá í takt.
Nú setja Bolvíkingar bara ástarútsæði niður næsta vor og uppskera ríkulega.
Ástarkartafla í Bolungarvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2007 | 09:27
Haust
Í gær var höfuðdagur
í dag er rigning
á mánudaginn byrjaði ég að vinna eftir sumarfrí,
í dag er ég aftur í sumarfríi
á laugardaginn fer ég í smalamennsku,
í dag hófst fyrsti bloggdagur haustsins
á þriðjudaginn sultaði ég úr tveimur kílóum af bláberjum
á mánudaginn byrjuðu börnin í skólanum.
Það er spurning vikunnar á bb.is þar sem spurt er " kvíðir þú skammdeginu"?
ég kvíði því ekki, en þú?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2007 | 20:13
kannski ekki alveg svona hús
Hús í Beverly Hills í Kalíforníu hefur verið auglýst til sölu fyrir 165 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, og mun húsið þar með vera dýrasta einbýlishús í Bandaríkjunum.
Á sama tíma hefur það borist mér til eyrna að Bolvíkinga greiði 300 milljónir í fjármangstekjuskatt til íslenska ríkisins. Maður er nú ekkert að agnúast út í stóra bróðir þótt hann fái svona mikið í vasann, en samt!
Ég segi nú ekki að við ættum að fara eyða í svona fínerís hús, en svei mér ef það kæmi sér ekki vel fyrir sveitarfélagið ef eitthvað af þessum milljónum myndi skila sér aftur heim í sveitasjóðinn!
Segjum að við fengum svona bara 100 milljónir aftur heim,
þá væri hægt að gera við göturnar áður en gömlu konurnar og börnin týnast í holunum.
Það væri hægt að byggja myndarlega við Leikskólann,
Það væri hægt að hafa leikskólann og mötuneyti grunnskólans gjaldfrjálst.
Það yrði strax farið að gera við Félagsheimilið.
já bara 100 milljónir
Hús til sölu fyrir 10 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 14:47
Veðurblíðan aftrar
Veðrið aftrar viljanum til að blogga þessa dagana. Það er hreint ekki hægt að gera mikið að því. Ég er ekki hætt að blogga bara í blogg/sólarfríi. Maður keppist við að gera það sem maður þarf nauðsynlega að gera innanhúss svo er maður þotin út. Annað er ekki hægt.
Nýkomin úr Jóga/gönguferð úr Hlöðuvík. Frábær ferð hreint út sagt
skipulögð að Ferðafélagi Íslands með Sigrúnu Valbergsdóttur í farabroddi sem farastjóra. Jógakennari var Auður Bjarnadóttir og hún var bara frábær.
Veðrið lék við okkur eins og við værum útvalin þetta árið til að njóta alls þess besta á Hornströndum. Veðrið frábært, skemmtilegir ferðafélagar og allt gekk áfallalaust.
Anna Þuríður dóttir mín var með mér, upprennandi göngugarpur og ég spái því að hún sé komin með bakteríuna í blóðið. Þessa góðkynja bakteríu að njóta náttúrunnar á þennan máta. Það að ganga er líka Jóga. Njóta og anda að sér náttúrunni í hverju skrefi.
svona er lífið í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 15:54
Hæ hó jíbbí jei!
Eða þannig, Þjóðhátíðardagurinn framundan, fjallkona prílar upp á pall, og fer með ljóð eftir löngu dauðan kall!
Kvennahlaupið var í morgun, dreif mig og Önnu Þuríði til að taka þátt, Það var slangur að fólki örugglega milli 30-40. Held það sé bara ágætt í bæ af þessari stærðargráðu. Hefði reyndar viljað sjá fleiri fyrst við erum að gefa okkur út fyrir að vera heilsubær, en gengur bara betur næst.
Hér er mynd síðan þjóðin var í hlekkjum hugafarsins. Núna er hún bara í hlekkjum bankanna, hvort er betra? veit ekki! Konan á myndinni átti líklega ekki kóta né verðbréf.
" Þetta hefur líklega ekki verið nema meðalgáfuð kona. Hún var samt nógu gáfuð til að þess að fara aldrei útí heimspeki. Hitt kom ekki fyrir að hún mælti æðruorð svo ég heyrði...Í umtali um dýr fór hún eftir föstum þjóðlegum tignarstiga. Þar var ekki ruglast í gráðunum. Hún sagði að það ætti aldrei að biðja guð fyrir hundi, ekki heldur að tala vel um né við hund. Það mátti ekki kalla hann dýr og helst ekki skepnu, heldur kvikindi, grey og skarn. Skömm forsmán, ótæti og skratti var hinsvegar það titlatof sem var áskilið kettinum. Afturámóti helti konan einlægt lögg af mjólkinni sinni á undirskál handa kattarfosmáninni. Það var óhugsandi að þessi kona setti fótinn í kvikindi. " (Laxnes, sjö meistara kverið bls; 14).
Nei hún átti ekki kvóta
en kannski " tíu krónur og trúna á landið,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 10:57
Dýrt er útsýnið út á Sundin blá
Íbúðir í miðbæ Reykjavíkur eru farnar að seljast á þriðja hundrað miljónir króna. Það er nefnilega það!
Í hagfræðinni er talað um að verðmyndun gæti verið huglæg, en fyrr má nú rota en dauðrota. Hvað er verið að verðleggja? Útsýnið, hæð yfir sjávarmáli eða byggingarefni?
Þetta virðist ekki teljast neitt tiltökumál og fjölmiðlar æla nú ekkert yfir þessari þróun.
Hér í Bolungarvík eru 200 fermetra einbýlishús að seljast á 9-16 milljónir og íbúðalánasjóður og aðrar fjármálastofnanir grípa andann á lofti og neita jafnvel að lána.
Nýlegt dæmi hér frá Bolungarvík:
180 fermetra 25 ára einbýlishús með bílskúr. Löggiltur fasteignasali metur eignina á 13.9 milljónir. Tekið skal fram að það er ekki útsýni yfir sundin blá, en stórkostlegt fjallasýn og friðsæl byggð, öll þjónusta í göngufæri, góður skóli, leikskóli, heilsugæsla og verslun auk ágætis samfélags.
Tilboð berst í eignina upp á 12,3 milljónir og eigendur taka tilboðinu, enda búin að fjárfesta í annarri eign.
Nei! íbúðalánasjóður dregur lappirnar við að samþykkja lánaumsókn þar sem þeir efast um markaðsverð sé rétt.
Ótrúleg niðurstaða. Ekkert er meira virði en það sem aðrir eru tilbúnir að kaupa það fyrir. Það á líka að gilda með eignir í Bolungarvík eins og í 101 í Reykjavík.
Ef kaupandi gerir tilboð í eign í Reykjavík upp á 230 milljónir þá er hún á því virði og ef kaupandi gerir tilboð í eign í Bolungarvík og kaupandi og seljandi eru ásáttir um verð þá er það líklega markaðsverð,, eða hvað?
Hverjum er íbúðalánasjóður að þjóna?
eftirfarandi tók ég upp af heimasíðu Íbúðalánasjóðs:
Íbúðalánasjóður er sjálfstæð ríkisstofnun sem veitir einstaklingum, sveitarfélögum, félögum og félagasamtökum húsnæðislán til íbúðarkaupa og byggingarframkvæmda. Íbúðalánasjóður er fjárhagslega sjálfstæður og stendur undir lánveitingum og rekstri með eigin tekjum. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum
Svo mörg voru þau orð
Dýrasta íbúðin á 230 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)