Færsluflokkur: Bloggar
1.6.2007 | 17:30
Andstæða
alger bloggstífla, vegna veðurs og anna. Andstæðan í veðri á vikutímabili er ótrúleg. Fyrir viku sat ég á skrifstofunni minni og sá ekki í næstu hús vegna snjóbyls. Verið var að moka göturnar og fólk dróst áfram. Fuglarnir og trampólínin þögnuð
Í dag:
Sól, hiti og sviti. Ég sit hérna á skrifstofunni og get ekki einbeitt mér vegna hitasvækju sem er hér alltaf inni á skrifstofunni á sumrin, bolurinn límist við mig. Skólaslit í gangi bæði hjá tónlistar- og grunnskóla. Trampólínin aftur farin að ískra í öðrum hvorum garði og fuglarnir ærir af fögnuði.
Þingflokkur vinstri grænna heimsótti okkur á skrifstofuna og við fórum með þau og sýndum þeim stórkostlega myndlistasýningu sem er í gangi hjá okkur í Ráðhúsinu. Þar sýnir listakonan Sigríður Rut Hjaltadóttir listakona frá Sólheimum í Grímsnesi ásamt fleiri listamönnum þaðan. Hún á flest verkin. Frábær sýning!
Það er fínt að fá þingflokk í heimsókn, Þeir eru ekki hrifnir af olíuhreinsistöð, var ekki hissa, ég er heldur ekki hrifin.
vonandi koma þingflokkarnir sem felstir hingað í kaffi.
velkomnir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 19:14
eitthvað skemmtilegt og bjart
Nú þegar ekki er hundi út sigandi fyrir krapaslyddu.. þá er bara að finna sér eitthvað notalegt að gera, Það gengur auðvitað fyrir að horfa á aðþrengdar eiginkonur í kvöld. En ég vil ég nefna:
- Fara í nýju nornabúðina á Ísafirði
- Fara á tónleika með Jóni Ólafs í félagsheimilinu um hvítasunnuna
- Fara á kaffihúsið í Kjallaranum hjá Rögnu, ég veit að hún opnar eftir sjómannadag. Ilmandi kökur sem hún verður með (bakar skilst mér ekki sjálf), En þetta er ljótasta hús í bænum en örugglega það smekklegasta að innan.
- fara í búðina til Kristnýjar og Möggu Lilju hérna út í Vík, Smekklegar mæðgur og alltaf flott föt hjá þeim
- Kíka í kaffi til vinkonu og draga upp spáspilin.
- Njóta hvítasunnuhelgarinnar í faðmi fjölskyldunnar.
- kaupa nýja diskinn með hljómsveitinni Myst og koma sér fyrir með flísteppið og hlusta á ljúfa tóna.
- svo veit ég að Helga Vala er að fara opna kaffihús í Edinborgarhúsinu, ég hlakka til að kíka í kaffi Latte til hennar, þetta er svo mikill sjarmi yfir þessu húsi.
Bara njóta augnabliksins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2007 | 08:29
Global Warming!
Global Warming hvað!
huuu
hér bara snjóar,
Ég hafði bílinn minn í gangi í allan nótt til að reyna hafa áhrif á gróðurhúsaáhrifin, hvet aðra til þess líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 17:42
Ekki Fréttir
Ég var glöð þegar ég sá inn á bb.is að Eiríkur Finnur er hættur við að hætta hjá Sparisjóði Vestfirðinga.
Ég verð nú að segja eins og er að ef sá ágæti maður hafi hætt hjá sjóðnum þá þyrftu þeir að leita logandi ljósi að jafninga hans í starfið. Þó sérstaklega þar sem hann hefur verið andlit sjóðsins hér á svæðinu og eins útávið. Ég veit hvernig THE sparisjóðsstjóri lýtur út en það er nú bara af því að ég er gamall Mýrhreppingur. Ég er ekki að setja út á hans störf en hann mætti nú vera sýnilegri.
Um Eirík Finn má segja að hann sé hjarta sparisjóðsins. Velkominn aftur! alveg ástæða til að slátra kálfinum þegar týndi sonurinn snýr aftur.
Ég var satt að segja að vonast til að ég fyndi fleiri "ekki fréttir" inn á bb.is t.d. þá frétt að þeir hjá Kambi væru hættir við að hætta líka og reynda að halda þetta út lengur.
Nei líklega er það of freistandi að hverfa með sjóðinn til þarfara verka heldur en að sjá hann brenna upp á báli rekstarhalla fiskvinnslunnar.
Það rekstarumhverfi sem okkur Vestfirðingum er boðið upp á er ekki sambærilegt og rekstarumhverfi annarra landshluta. Samgöngur, flutningsgjöld og Vaxtastýring gerir veikan lífsþrótt frekar lágreistan.
Frjáls markaður með kvóta átti að gera byggðirnar samkeppnishæfar á markaðstorgi frjálshyggjunnar en hvað færir það okkur?
Það að eiga kvóta gerir nefnilega svo sáralítið fyrir byggðirnar, meðan hann skapar ekki atvinnu, heldur einungis hagnað fyrir fáa einstaklinga sem ekki einu sinni borga hluta af hagnaðnum inn í sveitarfélögin. Meðan sveitarfélögin fá ekki einu sinni fjármagnstekjuskattinn af hagnaði kvótasölunnar, hvað er hann þá að gera fyrir okkur?
Spyr sá sem ekki veit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 20:59
hitt og þetta aðallega þetta
Jæja Jón og Geir hættir að leika saman, Geir tekin saman við sætustu stelpuna á ballinu. Eða alla vegna farin að gefa henni undir fótinn. Ingibjörg virðist tilkippileg.
Þessir stjórnmálamenn hafa margar hliðar. Eins og á teningi. Svo er bara hvernig það er kastað hvaða hlið kemur upp. Segja eitt fyrir kosningar, meina annað og framkvæma það þriðja þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.
Ég gat ekki annað séð en að Ingibjörg horfði upp til Geir með glíu í augum. Stefna sjálfstæðismanna í fiskveiðimálum, Evrópumálum og öðru virðist ekkert birgja henni sýn.
Hefði samt viljað sjá bara R-lista stjórn.
en sjáum hvað setur!
Vonandi nær nær ný stjórn að móta jarðveginn þannig að okkur Vestfirðingum takist að njóta uppskerunnar líkt og aðrir landshlutar.
Þau uggvægilegu tíðindi sem berast nú frá Flateyri eru ekki björt. Ég nenni eiginlega ekki að eyða orðum mínum á þessa fiskveiðistjórnun. Nú er það í höndum fárra manna atvinnulíf byggðarlagsins. Svei o svei.. en það er ekki þeirra sök svo sem, þeim var rétt þetta.
Hvenær ætlum við Vestfirðingar að skilja að fiskvinnsla er ekki lengur það sem við eigum að byggja okkar afkomu á, Við þurfum að fara að horfa í aðrar áttir. Það er staðreynd því miður. Það þarf að hafa fleiri egg í körfunni. Kannski svolítið skrítin sýn en samt staðreynd þetta þíðir ekkert að lemja hausnum við steininn lengur.
Bloggar | Breytt 18.5.2007 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2007 | 16:28
Úrslit
Frekar þunglynd þennan daginn. Af hverju?
- Framsóknarflokkurinn býður afhroð
- sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig (af hverju í veröldinni??)
- engar konur á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi
- frjálslyndir halda sínu.
- hrædd um að framsóknarflokkurinn ætli að skríða upp í til sjálfstæðisflokksins aftur.
Já alveg bara eyðilögð.
Samt glætur. Framsóknarflokkurinn er ekki að tapa eins miklu hér í kjördæminu eins og í örðum kjördæmum. var með 21,7% fylgi árið 2003 núna með 18,8% fylgi í NV. Það að Kristinn hafi flutt sig um flokk virðist ekki hafa skipt neinu máli umfram það að flokkurinn er á landsvísu að tapa. Því slæ ég á þær röksemdafærslur um að Kristinn sé að ná persónulegum sigri. Frjálslyndi flokkurinn fær minni fylgi hér í NV heldur en hann fékk í síðustu kosningum. Tapar meiru hér en hann gerir hlutfalslega á landsvísu.
Það munaði ekki miklu að Herdís Sæmundardóttir kæmist inn enda kannski eina konan sem í raun átti einhverja möguleika að komast inn fyrir NV- kjördæmið. Samfylkingin var búin að dæma sína konu til hliðar í prófkjörinu. Sjálfstæðismenn pössuðu sig á því sem endra nær að hafa sína konur ávalt á hliðarlínunni.
En samt, til hamingju Kristinn með að halda þingsætinu. hann man eftir okkur Bolvíkingum áfram.
Svo er bara að spýta í lófana og vonandi hefur framsóknarflokkurinn vit á að draga sig í hlé, skerpa áherslurnar, staðsetja sig nákvæmlega, dusta af sér hægra rykið og kíla svo á endurkomu í næstu kosningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2007 | 15:01
Gleðilega hátíð!
Í dag eigum við rétt á að kjósa okkur nýtt alþingi. Þetta er helgasti réttur lýðræðisins. Mér finnst þetta alveg dásamleg réttindi.
í gamla daga þegar lýðræðið var ungt og konur nýkomnar með kosningarétt, þá klæddust konur peysufötum þegar þær fóru á kjörstað. Það var gert til að sýna þessum rétti virðingu.
Lýðveldið Ísland er mjög ungt en Alþingi er eitt elsta þing í heimi.
Mér fannst fólk glatt á kjörstað, allir kjósa eftir sinni bestu sannfæringu og íslenski fáninn blakti við hún.
Ég kaus eftir minni sannfæringu
En ég var ekki á peysfötum.
en ég ætla að fá mér kosningakaffi sýna mig og sjá aðra.
Gleðilega kosningavöku,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 08:50
Jafnrétti
Alveg fannst mér bréf Einars Odds til bænda með yfirskriftinni "kæri vinur" vera í stíl við jafnréttishugsjónir Sjálfstæðisflokksins.
Konurnar hjá þeim eru nefnilega alltaf aðeins til hliðar eins og má sjá þegar litið er á ábyrgðarstörfin innan flokksins. Þeir vita nákvæmlega hvar þeir eiga að setja konurnar, svona akkurat á hliðarlínuna. Hafa þær með en bara upp á punt.
ég fór inn á xd.is til að finna jafnréttismálin inn í stefnuskránni. Fann það ekki. Enda hafa þeir ekki farið með málefni jafnréttis síðustu kjörtímabil,,, ekki nema von þeir gleymi þeim.
Einar Oddur er svo sem búin að biðjast afsökunar á þessum mistökum, Einar er líka ágæt persóna. En þetta hafa líklega verið tæknileg mistök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 18:09
Kosningar framundan
Nú fer að nálgast kosningar, hvað skal kjósa?
Bæklingarnir hrúgast inn um bréfalúguna hjá okkur sem allir reyna að upplýsa okkur um ágæti síns málstaðar. Flokkarnir lofa, hræða, og hrekja.
Ég sem bý í Norðvesturkjördæmi get valið milli sex framboða. Ég hef alltaf kosið framsóknarflokkinn en ég settist niður í vetur og hóf að endurskoða mat mitt á valinu og í framhaldi til að vera staðföst í hvað ég vildi í vor. Þrátt fyrir að ég hugsi málið í hring finn ég ekki þann flokk annan sem getur fallið betur að skoðunum mínum en X-B.
Mér finnst framsóknarflokkurinn vera eini raunhæfi byggðastefnuflokkurinn sem komið hefur fram.
Með Jóni Sigurðssyni held ég að sé kominn fram mjög öflugur og yfirvegaður formaður stjórnmálaafls sem getur haldið sér þokkalega fyrir miðju. Ég myndi vilja sjá hann í fyrirrúmi með nýrri ríkisstjórn sem hefði meiri vinstri stefnu heldur en núverandi ríkisstjórn er að sýna.
Ég vil að framsókn hætti að sleikja sér upp við sjálfstæðisflokkinn sem hefur lítið sem ekkert gert í byggðastefnumálum fram til þessa. Stopp nú í þeim málum, það hjónaband er búið að vera.
Á undanförnum mánuðum hefur framsóknarráðherrar fært hingað til Bolungarvíkur loforð um fjármagn um þrjú stöðugildi, annarsvegar í félagsmálum Bolungarvíkurkaupstaðar og hins vegar tvö stöðugildi til heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur sem á að stuðla að aukinni heimaþjónustu aldraðra.
Hvar eru störfin sem háttvirtur sjávarútvegsráðherra, sem þó á allar sínar rætur að rekja hingað til Bolungarvíkur, hefur fært okkur? Það eina sem heyrist frá sjálfstæðismönnun í stöðu í atvinnumálum hér á svæðinu núna er að þetta sé tímabundið ástand! Þetta er frekar þurr koss á bágtið.
Stefnu samfylkingunnar í landbúnaðarmálum finnst mér alveg út í hött, og hefur alltaf verið copy paste af stefnum jafnarðarmanna frá því um 1950, enda hafa þeir engan áhuga á þessum málefnum og hafa ekkert vit á þeim.
Vinstri grænir eru umhverfissinnar og er það vel, en það þarf að hafa byggðastefnu. Þeir vilja helst autt dreifbýli og það eina lifandi sem á að sjást þar eru þrestir og sóleyjar. Það þarf að gæta meðalhófs í þessu líkt og í örðu.
Í hin framboðin eyði ég ekki orku né atkvæðispælingum.
X-BBloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 21:24
þannig er maðurinn Guði þóknanlegur
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1266393
Ekki enn, ekki enn! Nei prestarnir þorðu ekki, vitna í 2000 ára kenningar. Einmitt eins og engu hafi verið breytt upp úr þeirri bók, jérímías. þetta er heigulsháttur.
Það stendur í Biblíunni: Af ávöxtunum þekkist tréð! ... af gnægð hjartans mælir munnur hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)