Hæ hó jíbbí jei!

Eða þannig, Þjóðhátíðardagurinn framundan, fjallkona prílar upp á pall, og fer með ljóð eftir löngu dauðan kall!

Kvennahlaupið var í morgun, dreif mig og Önnu Þuríði til að taka þátt, Það var slangur að fólki örugglega milli 30-40. Held það sé bara ágætt í bæ af þessari stærðargráðu. Hefði reyndar viljað sjá fleiri fyrst við erum að gefa okkur út fyrir að vera heilsubær, en gengur bara betur næst.

images Hér er mynd síðan þjóðin var í hlekkjum hugafarsins. Núna er hún bara í hlekkjum bankanna, hvort er betra? veit ekki! Konan á myndinni átti líklega ekki kóta né verðbréf.

" Þetta hefur líklega ekki verið nema meðalgáfuð kona. Hún var samt nógu gáfuð til að þess að fara aldrei útí heimspeki. Hitt kom ekki fyrir að hún mælti æðruorð svo ég heyrði...Í umtali um dýr fór hún eftir föstum þjóðlegum tignarstiga. Þar var ekki ruglast í gráðunum. Hún sagði að það ætti aldrei að biðja guð fyrir hundi, ekki heldur að tala vel um né við hund. Það mátti ekki kalla hann dýr og helst ekki skepnu, heldur kvikindi, grey og skarn. Skömm forsmán, ótæti og skratti var hinsvegar það titlatof sem var áskilið kettinum. Afturámóti helti konan einlægt lögg af mjólkinni sinni á undirskál handa kattarfosmáninni. Það var óhugsandi að þessi kona setti fótinn í kvikindi. " (Laxnes, sjö meistara kverið bls; 14).

Nei hún átti ekki kvóta

en kannski " tíu krónur og trúna á landið,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband