Val

Nútímaþjóðfélag snýst um að velja.

Velja úr nokkrum valmöguleikum. Það fyrirtæki er ekki samkeppnisfært sem ekki getur boðið upp á nokkra valmöguleika á þeirri þjónustu eða vöru sem í boði er.

Kaffihús, " ég ætla að fá einn kaffibolla" Nei ekki svona auðvelt. Þú þarft að velja milli útfærslu á kaffi, latte, expressó, venjulegt. Í glasi, bolla eða taka með.

Mjólkin sem kom einu sinni bara í einni bunu úr kúnni, hvít og freyðandi. Nú er hægt að velja á milli ný, létt, vítamínbætta, eða bara bragðbætta þegar maður ætlar að kaupa sér þennan eðaldrykk.

Alltaf verið að gera einfalda hluti flókna.

Ég fór út í bakarí um daginn, það var notalegt veður, hæg vestan gola, hitastig um 14 gráður og þurrt. Ég var mjög afslöppuð og ætlaði heim með fenginn og njóta yfir góðum kaffibolla, (sérvalið) og með Fréttablaðið til að lesa.

Tossalistinn var einfaldur, tveir snúðar, eitt speltbrauð og eitt rúgbrauð. En afgreiðslustúlkunni tókst algjörlega að þyrla upp deginum með því að stilla mér upp við vegg með hraðaspurningum um flokkun, lit og bragð af þessu öllu.

Snúðarnir voru til með súkkulaði og karamellu kremi. " Égg vil súkkulaði" sagði ég, sannfærð um að ég væri sloppin. " brúnt eða bleikt krem"? ég vildi brúnt.

Brauðið: " viltu með eða án sesamsfræja". Sesamfræ! til hvers? átti ég að gróðursetja það í garðinum hjá mér og  uppskera SESAM,,, er það kannski einn liðurinn í Kolvetnisjöfnuninni? Þetta kostaði umhugsun og tveir bættust í röðina fyrir aftan mig, ég var farin að svitna. " ég ætla ekki fá fræ" stundi ég upp, rifjaði í huganum upp söguna um hænuna og hveitifræið, sem endaði með því að enginn vildi hjálpa henni og hún þurfti að gera allt sjálf. Upplifi mig alltaf sem litlu gulu hænuna þegar kemur að uppvaskinu, en þetta var nú útidúr.

" Viltu fá það skorið eða heilt"? jú best að fá það skorið svo ég slasi mig ekki við það þegar heim kemur.

Þá var komið að rúgbrauðinu, ekki flókið það. Nei takk! afgreiðslustúlkan horfið á mig ljósbláum þjónustuaugum " viltu fá það frosið eða venjulegt". Frosið eða venjulegt! ég spurði stúlkuna hvað ég ætti að gera með frosið rúgbrauð " nei, nei bara vildi bjóða þér að VELJA því ég á líka til frosið"

Ég fór með þessa spurningu heim og er enn ekki komin með svar við henni. Hvað átti ég að gera með frosið brauð?

Þegar ég kom út hafði þykknað upp, það rigndi og spáði hvössu eftir hádegið og ég hafði ekkert val um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til er klukkutíma löng ræða sem er um val á ásetningskvigum. Talandi um val.

Jóhannes Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband