Færsluflokkur: Bloggar
30.6.2008 | 23:30
Flæðareyrarhátíð
Stefni á Flæðareyri á helginni. Hluti af fjölskyldunni ætlar með bát, og restin fer ríðandi á hestum yfir , Snæfjöll, Grunnavíkurheiðina og Staðarheiðina.
Ég er ekki hestvæn, á þó einn, skjóttan, en langar meira að fara gangandi frá Bæjum yfir "sólbergsveg". vantar einhvern að fara með mér,, annaðhvort á fimmtudag eða föstudag. Auglýsi hér með eftir ferðafélaga ég skal útvega suðusúkkulaðið,
áhugasamir hafi samband við mig...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2008 | 22:24
Kaffileikhús
Brá mér á kaffihús í kvöld í Einarshúsi hérna í Bolungarvík. Sá þar frábæran einleik Elvars Loga á sögu Péturs og Einars. Sem voru tveir athafnamenn sem bjuggu með fjölskyldum sínum í þessu húsi. Þeir voru stórathafnamenn hér í Bolungarvík en enduðu með sitthvoru sniði, Pétur lifði mikla sorg í sínu einkalífi en Einar var gæfusmiður í sínu. En báðir renndu þeir styrkri stoð í uppbygginu að Bolungarvík sem hún er í dag.
Ef þeir hefðu lagt árar í bát þegar móti blés og dregið niður segl þá væri þessi vík lítið annað en minningarsafn gamalla torfkofa, líklega hefði þó maður komið í manns stað. En þeir stóðu keikir þótt móti blésu. Eins og haft var eftir Einari í leikritinu " ef ríkisvaldið kemur ekki til aðstoðar, þá bara geri ég það sjálfur"
Þessi orð eiga alltaf við núna jafnt sem áður.
Ragna vert í Einarshúsi á heiður skilið að hrinda þessu leikriti úr vör, Elvar og Soffía fyrir handrit og leikstjórn.
5 stjörnur af 4 mögulegum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 21:34
Óvenjulegir dagar
það má segja að undanfarnar vikur hafi verið nokkuð óvenjulegir.
Ísbjörn í júní að spássera um fjallgarða Norðurlands. Þjóðin fær auðvitað Lúkasarsyndrúmið yfir þessu öllu, en ég segi hvað átti að gera við dýrið? Svæfa það og fara með það í næsta fjós á meðan ráðamenn rifust yfir því hvað átti að gera við það? eeeee nei.
Margir vilja fara með það í húsdýragarðinn til að uppfylla sýndarmennskuna í mannfólkinu og jafnvel styðja það með umhverfisjónarmiðum, já helló,, húsdýragarðurinn og umhverfisvernd renna nú jafnilla saman og vatn og olía. Ef þetta hefði verið mús eða ær eða jafnvel hreindýr þá hefði verið lítið mál að koma því til síns heima en þetta er bjarndýr.
Jarðskjálftar hrista Suðurlandið, ekki óvænt en hrikalegt fyrir fólk, strax búið að dæma 28 hús óíbúðarhæf. Þetta er auðvitað stórmál og þetta býr með fólki alla ævi, þótt ekki hafi hlotist mannskaði af. En þetta er náttúruvá sem erfitt er að spá um. Maður er þó nokkuð viss hvenær þú átt von á snjóflóði en þetta er alltaf yfirvofandi. brrrrrrrrr vildi ekki hafa þetta yfir mér. En hugsa mikið til þess fólks sem upplifði þetta.
Svo að öðru skemmtilegu. Ólína Adda útskrifaðist sem stúdent sl. helgi frá Menntaskólanum á Ísafirði. Hrikalega stolt af stelpunni, og nú hefur hún stíft flugfjaðrirnar og tekur flugið suður á bóginn og búin að leiga íbúð komin með vinnu í Reykjavík. Svona er lífið ungarnir fljúga úr hreiðrinu eitt af öðru.
Finnbogi búin með Grunnskólann og stefnir á menntaskólann á Ísafirði, nú er bara eitt barn eftir í grunnskóla, hún Anna mín litla.
Bloggar | Breytt 4.6.2008 kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.5.2008 | 16:02
Færeyjar/Þingeyri
Jæja ungdómurinn úr 10. bekk komust klakklaust til Færeyja í gærmorgun, auglýsingin frá mér virkaði og flugmennirnir skiluðu sér til síns heima.
Ég náði tali af Finnboga þar sem hann var staddur á flugstöðinni í Færeyjum, ég spurði hann hvernig þetta væri þarna.
" Þetta er bara svipað og á Þingeyri"
þá veit maður það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2008 | 22:11
Týndir flugmenn
Krakkar úr 10. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur héldu glaðbeitt til Reykjavíkur. Ferðinni var heitið til Færeyja í skólaferðalag. Ferðin átti að taka fjóra daga, út í dag, heim á föstudag. Öllu liðinu stefnt út á Reykjavíkurflugvöll í dag kl 16:30,,, en ææ það reyndust ekki vera til flugmenn til að fljúga. Hætt við flug.
19 skólabörn ásamt farastjórum, hýrast (ef hægt er að orða svo) á Hilton hóteli á kostnað Flugfélags Íslands.
Ég lýsi eftir þessum flugmönnum, hvar skildu þeir halda sig? Vinsamlegast skilið til réttra vinnuveitanda. Skildu þeir hafa skipt um atvinnugrein, kannski komnir í Álverið, eða orðnir flóttamenn á Skaganum? Hver veit. Þeir taka við öllum,, þvílík afturför. Við sem erum með hæðstu meðaltal í hamingju, læsi, meðaltekjum, hreinu lofti, minnsta útblæstri, hreinustu náttúruna, skemmtulegstu, fallegustu konurnar, ....... man ekki meir. Áfram Hitler, hreinan stofn og enga olíuhreinsistöð.
Bloggar | Breytt 20.5.2008 kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2008 | 21:09
Vorvindar
Fékk mér göngutúr í dag í vorblíðunni og upplifði allt þetta:
glettnir og hraðir
geysast um lundinn rétt eins og börn.
Lækirnir skoppa
hjala og hoppa
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.
Hjartað mitt litla, hlustaðu á,
hóar nú smalinn brúninni frá.
Fossbúinn kveður,
kætir og gleður
frjálst er í fjallasal.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2008 | 13:13
Öryggisverðir
Eins og lesendum bloggsins ætti að vera kunnugt, þá finnst mér gaman að skoða skondnar fyrirsagnir eða fréttir úr blöðunum. Þetta las ég í morgun í Fréttablaðinu sem bjargaði deginum.:
"Öryggisverðir utan af landi eru oft og tíðum ansi lagnir við að tala erfiða kúnna til" segir Snorri Guðjónsson, vaktstjóri hjá Öryggisgæslunni, en sjálfur kemur hann frá Seyðisfirði. " Í minni bæjarfélögum út á landi eru öryggisverðir að kljást við fjölskyldu, vini og jafnvel kennara í vinnunni og læra þannig að beita diplómatískum aðferðum við að róa málin,"
Ég legg til að Bolvíkingar verði fengnir til að róa málin þegar vörubílsstjórar fara næst á stjá
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2008 | 23:47
Frábær fyrirsögn!
Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum. Skyldi þetta fylgja norðanáttinni? Fer magnið eftir háþrýstingi í millibörum?? Þessi ESB-lönd er þetta svona kjúklingalönd? hvort skyldi hafa komið þangað fyrst, hænan eða eggið?
ég bara spyr
Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2008 | 12:16
Það er svo margt að minnast á...
Þarna fer fríður hópur kvenna úr Brekkufjölskyldunni með afkvæmi sín. Fyrsta skal telja ættmóðurina hana Árilíu ásamt fjórum dætra sinna af sex með barnabörnin sín. Eygló með Óskar Davíð Eydísarson, Guðný með Dúdda Hafberg(óskírður) Ágústuson, Rúna með Matthildi Maríu Kolbrúnardóttur og Ég með Jóhann Inga Kristínarson.
Mamma hefur eignast 53. afkomendur og á von á einum í viðbót í haust, og svona springur fjölskyldan út. Aaaaagalega gaman að þessu
við vorum þarna staddar í fermingu Þormóðs Bessa Kristjánssonar á Bakkastígnum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera í þessum bransa. Þá á bara eftir að ferma eitt barnabarn mömmu, en ég sé um það á næsta ári.
Hérna eru svo frænkurnar, Anna Þuríður, Brynhildur, Vaka og Álfrún Perla. Þetta kallar maður ríkidæmi að eiga svona stóra og skemmtilega fjölskyldu,, þau hlutabréf falla aldrei í verði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2008 | 19:36
Sigur?
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
(og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði)
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Steinn Steinarr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)