Færsluflokkur: Bloggar

Biskupinn farinn

Sr, Sigurbjörn Einarsson er fallinn frá, mér finnst hann alltaf hafa verið hinn eini sanni biskup og guðsmaður í gegn. Þessi sálmur hans er í uppáhaldi hjá mér. 

Dag í senn

Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín, faðir, gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og þraut,
sér til þess, að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.

Hann, sem er mér allar stundir nærri,
á við hverjum vanda svar og ráð,
máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föðurnáð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg, að Drottinn segir mér:
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.

Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk, sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á,
svo að ég af hjartaþeli hreinu,
hvað sem mætir, geti átt með þér
daginn hvern, eitt andartak í einu,
uns til þín í ljóssins heim ég fer.


Fjallabræður

hverjir voru valdir til að syngja fyrir "strákana okkar" ? Nema hvað okkar önfirsku fjallabræður. Þeir verða á Arnarhóli í dag. Gaman að því

http://www.youtube.com/watch?v=9obN_KSo-bU

hérna gefur að líta myndband af strákunum í Fríkirkjunni í Reykjavík, með gangamannalagið


Píanó

pianoHver á eitt stk af svona píanói heima og hefur ekkert not fyrir það, mig vantar sem sagt eitt slíkt til kaups eða kannski bara einhver vilji lána mér í vetur. Anna Þuríður hefur verið að læra á píanó og hefur æft sig á  fótstigið harmoníuorgel heima fyrir ( á svolítið gamaldags foreldra) en segir stopp nú!

þannig endilega hafið samband við mig ef þið vitið af einu slíku.

 

 


Að vita meira og meira,meira í dag en í gær

Nú er sumarið að renna inn í hversdaginn og tími til að fara yfir skólatöskur og finna til nýja yddara og strokleður. Drengurinn farin að stunda Menntaskólann á Ísafirði, þar sem rafiðnaðarnám verður stundað. Hann verður undir verndarvæng Munda í Fagrahvammi sem heilsaði strákunum í hjólastól þar sem hann hafði hælbrotnað.

Hann sagði strákunum að umgengisreglur í verkmenntahúsinu væru ekki flóknar aðeins ein regla. " þeir sem eru næst ruslinu skal fleygja því í ruslafötuna ekki taka upp rekistefnu um það hver haf hent" ekki flókið. vonandi tekst honum að venja strákana vel.

Anna mín kom að sunnan í dag, fer í 8. bekk svo nú tekur við fermingafræðsla og svo má fara í félagsmiðstöðina,, allt mjög spennandi.

En sem sagt allir komnir með rosadagskrá.


Ísland já Ísland

Íslendingar komnir á pallinn á Ólímpíuleikunum, frábært enginn hefur eins ofarlega á pallinn og strákarnir okkar af Íslendingum.

Þetta er svo gaman. Var í vinnunni með lítið ferðaútvarp og alveg að farast úr spenningi,, þurfti að flýja vettvang þegar íslendingar voru fjórum mörkum yfir og 10 mín eftir, hélt að þeir myndu tapa þessu. ohhhhhhhhh

en nei nei sex marka munur.

Já þetta er hægt, svona er hægt að komast á toppinn, gerist ekki oft en rosalega varir þessi sigur lengi held ég. Frænka mín í Danmörku fékk frí í vinnunni sinni til að horfa á leikinn. Íslendingar um allan heim sameinast í húrrahrópum.

rosalegt.

En Íris Ósk og Vanda Sólrún eiga afmæli í dag,, til hamingjuSmile


Nú blámar yfir berjamó

blaberNú er tími aðfanga. Held að allir ættu að fara upp í lautir og hlíð og verða sér út um ber. Nóg er af þeim hér á Vestfjörðum allavega. Þessi dásamlegu ber eru full næringarefna og Því bráðholl og ég tali nú ekki um góð.

Mamma er stödd út á Sandi og lætur hvorki aldur né aðstæður hindra sig í að bjarga verðmætum. Hún fór upp í hlíð fyrir ofan bæinn og kom með rúm fimm kíló af berjum. Ég ætla að kíkja í ber um helgina. Hvað sem ég geri við þau, safta, sulta, frysti. Endalausir möguleikar.

 


Sandsball

Nú falla öll vötn fyrst til Dýrafjarðar og svo út á Ingjaldssand. Stefnan tekin þangað í faðm stórfjölskyldunnar. Sandsball og átthagamót Átthagafélags Vorblóms, framundan. Gaman!

olof_1

Þessi snót á afmæli í dag, hún Ólöf María, hún er þriggja ára. Mikil ömmustelpa.

Hún er farin að fara á hestbak og telur sig alveg eiga einn hestinn hans afa hann Vin. Það er mikil gleði á heimilinu að hafa fengið að hafa hana og bróður hennar í heimsókn í allt sumar, en nú fer hún að fara heim í Hafnarfjörðin sem henni þykir svo vænt um

anna_thurÞessi fallega stelpa hún Anna Þuríður, átti líka afmæli núna 27. júlí og þá er hún orðin 13 ára. Hún og Ólöf María ætla að blása til veislu í sumarbústaðnum í dag. Áður en haldið er út á Sand.´

Líka á í dag afmæli hann  frændi minn Helgi Ólafsson, sem er fjarri góðu gamni en hann býr úti í Danmörku, ég og Íris systurdóttir mín áttum þau með þriggja daga millibili á sjúkrahúsinu á Ísafirði,, bara einhverntíman í fyrra minnir mig,, eða hvað...

 


Farðu heim og sæktu stóra borinn hans föður þíns!

Ég sat við tölvuna í mestu makindum á heitasta degi ársins í gær, þegar kvað við rosa sprenging. Ég stökk upp úr stólnum og út í glugga. Þetta var þá fyrsta sprengingin frá gangnagerðinni í Óshlíð. Það má segja að Bolungarvík iði af framkvæmdum þessa dagana.

Höggin frá höfninni koma frá endurbyggingu stálsþilsins, Miklar framkvæmdir í hlíðum Traðarhyrnu, þar er verið að gera snjóflóðavarnargarð til verndar byggð, hafin er framkvæmd við Óshlíðargöng og Félagsheimilið rís senn úr öskustónni.

AUk þess sem ég hef tejup eftir að miklar framkvæmdir hafa verið hjá einstaklingum í görðum og húsaviðgerðum, og nokkur iðnaðarhúsnæði við Hafnargötuna hafa tekið stakkaskiptum sem var mjög til bóta.

Þetta allt virðist draga úr framkvæmdagleðinni hjá mér við að vinna í garðinum mínum, það er táknrænt að það er eitt blóm "gleym mér ey" sem virðist taka hér völdin kannski til að áminna okkur garðeigendur að við séum ekki að standa okkur nógu vel í umhirðu. En í staðinn erum við búin að vera ágætlega duglega við sumarbústaðinn.


Landsbyggðin vh höfuðborg

Lögreglan í Reykjavík fékk laust fyrir hádegi tilkynningu um að karlmaður væri allsnakinn á göngu í Esjuhlíðum í um 600 metra hæð á uppleið. Útvarpið hafði eftir sjónarvotti, að maðurinn hefði meira að segja verið sokkalaus.

Vantaði bara sokkana? og hvað var á uppleið hjá manninum?

Við hér á norðanverðu landinu erum með öndina í hálsinum, og sofum hálf illa því við erum svo hrædd við að mæta ísbirnum út í móa. En allt er nú gert fyrir þau þarna fyrir sunnan og svo kunna þau ekki gott að meta.

Við erum nokkrar konur í gönguhóp, nýstofnuðum, og höfum allan varan á okkur og viljum helst alltaf vera í kallfæri við einhvern skotfæran þegar við erum á labbi við hræðslu við meintan ísbjörn. En nú held maður slái undir nára og fara að kíka betur í kringum sig. Maðurinn finnst líka ekki fyrir sunnan aldrei að vita en hann hafi fært sig norðar á landið. . Smile


mbl.is Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Legg ekki í heiðina í bili

Nú er friður og ró skollinn á. Kallinn farinn með átta til reiðar og þrjá meðreiðarseina inn í Djúp þar sem leið liggur yfir Grunnavíkurheiði og að Flæðareyri. Ég gafst upp við hugmyndina að fara gangandi yfir Dalsheiði, fékk engan með mér auk þess sem mér fannst seint að leggja á heiðina undir nótina. Ég gæti auðveldlega villst, týnst og tröllum gefist eða ísbirnum. Svo ég fer bara með Kristínu, Finnboga, Önnu Þuríði og litlu krökkunum í fyrramálið með Sigga Hjartar.

Nú er veturinn sem var hér í vikutíma horfin á braut og hitastigið farið að nálgast 20 gráður, hækkað bara um 13 gráður sem er nokkuð gott. Svo geta veður skipast fljótt í lofti.

Grímur bæjarstjóri orði sveitarstjóri í Dalabyggð. Þetta eru nokkur umskipti en ég óska honum góðs gengis og Dalamönnum til hamingju með nýja sveitarstjórann. Ég vona að landbúnaðarpistlar mínir og Mundu úr kaffistofunni á bæjarskrifstofunni fleyti honum áfram í landbúnaðarhéraðinu.

En ég er farin á Flæðareyri....

...Ég vildi ég sæi strolluna

koma niður hólanna

Sillu, Dóru og Soffíu, Soffíu, Soffíu

Gest, Didda og Ólínu,

Fríðu, Einar, Kristínu

Gumma, Grím og Þóreyju

og Jakobs Fals og frú.......

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband