Öryggisverðir

Eins og lesendum bloggsins ætti að vera kunnugt, þá finnst mér gaman að skoða skondnar fyrirsagnir eða fréttir úr blöðunum. Þetta las ég í morgun í Fréttablaðinu sem bjargaði deginum.:

"Öryggisverðir utan af landi eru oft og tíðum ansi lagnir við að tala erfiða kúnna til" segir Snorri Guðjónsson, vaktstjóri hjá Öryggisgæslunni, en sjálfur kemur hann frá Seyðisfirði. " Í minni bæjarfélögum út á landi eru öryggisverðir að kljást við fjölskyldu, vini og jafnvel kennara í vinnunni og læra þannig að beita diplómatískum aðferðum við að róa málin,"

Ég legg til að Bolvíkingar verði fengnir til að róa málin þegar vörubílsstjórar fara næst á stjá Gasp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér Halla t.d Lýður eða þú.Ég myndi alveg treysta þér einni til róa þá færir létt með það.Ég er viss um það að þú hefðir mun betri áhrif þá en lögreglan.Kveðja Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 17:31

2 identicon

Raggi bauð þeim í krók.

jk (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 17:55

3 identicon

Vissi að það var eitthvað jákvætt við að búa úti á landi, eða allavegana að hafa búið út á landi .......... og vinna í á höfuðborgarsvæðinu.

Bessa (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:25

4 identicon

Er ég þá að gera mistök að flytja til baka í heimahagana... ætti ég frekar að nota þessa einstöku hæfileika landsbygðarfólks í að "tala erfiða kúnna til" á höfuðborgarsvæðinu ?  :)  En það er svo langt síðan að ég bjó fyrir vestan að ég held að það sé kominn tími á að ég fari í smá endurmenntun... :)

kær kveðja Guðný

Guðný Hildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband