menntun er máttur

Það er grundvallarmannréttindi hvers og eins að njóta jafnra tækifæra til menntunar, óháð efnahag og búsetu. Nú á tímum óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar skiptir miklu máli að styrkja stoðir menntunar í landinu. Menntun í heimabyggð er eitt að grundvallar atriðum þegar fólk velur sér búsetu, menntun á öllum skólastigum og aðgang að símenntun í starfi. Aðgangur að háskóla eða háskólasetri í hverjum landshluta skiptir þar miklu máli. Háskólamenntun gegnir lykilhlutverki í eflingu nýsköpunar og þróun atvinnulífs og öll menntun er driffjöður framþróunar og þannig er lagður grunnur að framtíðarhagvexti þjóðarinnar. Auk þess sem heilbrigt samfélag dafnar og þroskast í nánd við allar menntastofnanir og það eykur samkeppnishæfni svæða sem hafa yfir að ráða öflugum menntastofnunum.
Því skiptir það miklu máli að menntastofnunum sé tryggt áframhaldandi fjármagn til að starfa.
Á undanförnum árum höfum við fylgst með uppbyggingu háskóla og háskólasetra í kjördæminu og fengið að fylgjast með hversu jákvæð áhrif slíkt hefur á samfélagið í kring. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf lagt áherslu á byggðamál og bent á þá sjálfsögðu staðreynd að það sé landi og lýð til heilla að öllum séu boðin jöfn búsetuskilyrði. Þar spila mennta og velferðarmál stóru lykilhlutverki. Framsóknarflokkurinn vill leggja aukna áherslu á háskólakennslu á landsbyggðinni með áherlsu á að sérstöðu hérðanna verði nýtt í sérgreiningu.

Halla Signý Kristjánsdóttir

Höfundur er í 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV- kjördæmi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband