17.3.2009 | 17:23
Sjálfstæðismenn
Kassinn undir bréfalúgunni hjá mér er fullur hvern dag er ég kem heim úr vinnu. Björt og brosandi andlit á glanspappír blasa við mér, gefandi fögur en fá loforð um betri daga. Þetta er prófkjörslagur sjálfstæðismanna í NV kjördæmi.
En sú peningasóun og þetta er eitthvað svo mikið 2007. Ef maður opnar bb.is þá blasa við manni á alla kanta banner-auglýsingar svo aðrar fréttir skreppa saman eins og yfirtaka ríkisins á okkar ástkæru sparisjóðum. Svo eru greinaskrif stuðningsmanna, tvær til að tryggja fimmta sætið !!!!!!!
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem auglýsir í blöðunum fyrir prófkjör, æææ hvað þeir eru taktlausir eitthvað, svo lýsandi fyrir þá. Svo eru þeir líka farnir að klóra augun úr hver öðrum.
Ég vildi að frambjóðendur í NV hefðu notað þessa fjármuni í eitthvað vitlegra. Ég giska á að samanlagður kostnaður þeirra sé upp á nokkrar milljónir og þetta er bara prófkjörið, svo er kosningabaráttan eftir.
Sjálfstæðismenn vakna,,,, halló......
Athugasemdir
svo sammála.. alveg ótrúleg hvað er hægt að eyða miklum peningum...
gætu allaveganna verið aðeins með á því hvað er að gerast á Íslandi í dag og reynt aðeins að spara....
Kristín Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.