jólabækur

Ég var búin að lofa því í fyrri færslum að ég skildi gefa þeim bókum einkunn sem ég er að lesa núna fyrir jólin. Ég var með bókina "segðu Mömmu að mér líði vel" eftir Guðmunda Andra Thorsson. Þarna fjalla Guðmundur um ástina frá ýmsu sjónarhorni, ást föður á syni, syni á föður, kærasta á kærustu, milli móður og föður,

Þetta er afskaplega ljúf og góð bók, fer vel með lesandann. Veltur upp litbrigði samskipta og væntumþykju manna á milli, eilíft umhugsunarefni og ekki endanlegt bara ástir dagsins í dag og í gær, sem verða örugglega ástir morgundagsins.

 Þetta er bók sem maður flettir upp aftur eftir lestur og les valda kafla aftur.

**** frá mér

Núna er ég að lesa Varginn eftir Jón Hall, spennusaga sem gerist á Seyðisfirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband