Jólahlaðborð og fleira

Fór á Jólahlaðborð á Núpi í gærkveldi frábært í einu orði sagt. Mjög góður matur og skemmtilegt í alla staði. Gaman að það skuli takast vel til þetta framtak þeirra bræðra Sigurðar og Guðmundar, Sigurður er hótelstjórinn og Guðmundur er kokkurinn.Sigurður sagði mér að á sjö kvöldum væru þeir líklega að fá um 700 gesti, það er nú alveg frábært miðað við að vera ekki beint í alfaraleið. Þeir fá líka marga sem koma og gista.

 Lambakjötið frá Hjarðadal rann ljúflega niður með öðru. Þorsteinn Haukur og Lilja Kjartans sungu ljúflega yfir borðhaldinu og þeir bræður Ási og Massi spiluðu á harmóniku við dans á eftir. Okkur Helgu systur syfjaði undir spilinu enda vanar því frá því við vorum litlar á jólaballi á Sandi að sofna við harmónikuspil Ása í Ástúni undir borðum, en við hörkuðum af okkur.

Í dag fór ég á Þingeyri og var við jarðaför Sigurjóns bónda í Lokinhömrum. Með honum er fallinn frá síðasti ábúandinn í Lokinhamradal, og eins og Guðrún Edda sagði þá eru þá fáir eftir sem hafa búið við það mest alla ævi að hafa hvorki rennandi vatn né rafmagn sér til þæginda. Hann fæddist 1925 í Lokinhömrum og bjó þar til 1994 er hann flutti að Þingeyri en var meðan hann gat á sumrin út í Lokinhömrum. Hann og mamma voru systkinabörn en Sigríður mamma Sigurjóns og Jóhannes afi voru systkini.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvar var þessi maður??

annars var þetta mjög gaman og góður matur og mjög flott í alla staði

Kristín (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband