3.7.2007 | 14:47
Veðurblíðan aftrar
Veðrið aftrar viljanum til að blogga þessa dagana. Það er hreint ekki hægt að gera mikið að því. Ég er ekki hætt að blogga bara í blogg/sólarfríi. Maður keppist við að gera það sem maður þarf nauðsynlega að gera innanhúss svo er maður þotin út. Annað er ekki hægt.
Nýkomin úr Jóga/gönguferð úr Hlöðuvík. Frábær ferð hreint út sagt
skipulögð að Ferðafélagi Íslands með Sigrúnu Valbergsdóttur í farabroddi sem farastjóra. Jógakennari var Auður Bjarnadóttir og hún var bara frábær.
Veðrið lék við okkur eins og við værum útvalin þetta árið til að njóta alls þess besta á Hornströndum. Veðrið frábært, skemmtilegir ferðafélagar og allt gekk áfallalaust.
Anna Þuríður dóttir mín var með mér, upprennandi göngugarpur og ég spái því að hún sé komin með bakteríuna í blóðið. Þessa góðkynja bakteríu að njóta náttúrunnar á þennan máta. Það að ganga er líka Jóga. Njóta og anda að sér náttúrunni í hverju skrefi.
svona er lífið í dag!
Athugasemdir
Það kallaðist í minni sveit eymingjablogg þegar meira en 5 dagar liðu á milli bloggfærslna. Taktu þig saman í andlitinu!
Fjármálastjórinn (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.