Færsluflokkur: Bloggar
5.11.2008 | 10:30
Hið nýja kemur
Það eru tíðindi að gerast. Stórtíðindi þann 6 okt, hrun bankakerfisins. Svartur október á Íslandi. 5 nóvember stórtíðindi fyrir heim allan. Obama kjörinn forseti Bandaríkjanna. þetta eru heimstíðindi. Þetta eru góð tíðindi.
Obama er boðberi nýrra og betri tíma. Við tölum um að nú þurfi heimurinn á breyttri stefnumótun að halda. Hinu kvenlegu hugmyndafræði verður að fá að njóta sín. Held að Obama sé með kvenlegt innsæki sem felst í því að hugsa lengra og að við þurfum líka að hugsa fyrir kynslóðinni sem að á eftir kemur.
Mikið vildi ég að íslenskum stjórnvöldum myndi verða þeirra gæfu aðnjótandi að breyta til og taka upp nýja stefnumótun. Gefa þreyttum karllægum íhaldsgildum frí, þau virka ekki, það er sannað mál. Konur gefið færi á ykkur, ykkar tími er komin.
Þjóðnýtum fiskveiða og landbúnaðarkvótann. Færum auðlindina heim. Sukkið byrjaði þegar kvótaeigendur gátu selt undan okkur bjargráðinn og fóru að leika sér með féð eins og smástrákar. Enginn hugsaði dæmið lengra en til næsta dags. Kvótaeigendur á landsbyggðinni fengu í skjóli laga og stjórnvalda að leggja þau inn í loftbólur fjármangsfyrirtækja og nutu svo rentana á golfvöllum Spánar. Nú er þetta orðið ágætt. Allt löglegt en siðlaust.
Nú er viðvörunar á Óshlíðnni,, Varúð hætta á grjóthruni.
Viðvörunarljós voru löngu farin að blikka hjá stjórnvöldum en enginn vildi gera neitt, enda þeir persónulega með mikið í húfi. Menntamálaráðherra með hálfan milljarð undir,, ææ þetta er ekki hægt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2008 | 18:35
Nú fer hver að verða síðastur...
Leit við á vefmiðlunum. Fólk farið að hamstra vín, því það kemur til með að hækka á laugardaginn, og partý helgarinnar í uppnámi.
http://bb.is/Pages/26?NewsID=123229
Það er skortur víða, las það inn á bb að kirkjugarðinn í Engidal sé orðin rúmlega hálf nýttur. En haft er eftir séra Magnúsi að fólk þurfi ekki að örvænta því nægt pláss sé eftir. Hjúkk það er vist nóg að vínið hækki og jafnvel klárist úr búum fyrir helgi, þó Ísfirðingar missi ekki af leguplássi.
Var satt að segja farin að hafa áhyggjur, gat alveg verið róleg yfir þessu fyrir nokkrum mánuðum það sá fram á að kirkjugarðarnir myndu rúma alla sem nenntu ekki að yfirgefa staðinn í lifandi lífi en dóu drottni sínum hérna á þessum guðsvolaða stað, sem sumir vildu nefna.
þetta kemur allt, þetta kemur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2008 | 17:54
þinmenn!
Ég hef séð og heyrt tvo þingmenn okkar Vestfirðinga tjá sig um stýrihækkun Seðlabankans, Þá nafna Einar Kristinn og Kristinn H. Ég verða að segja að ég er frekar ósátt með þá. Einar Kristinn viðurkenndi í gær að þetta kæmi sér illa fyrir fyrirtækin í landinu og heimilin en varði þessa ákvörðun samt í kastljósi í gær. Úr hverju er þjóðin saman sett? Hvað er þjóðin annað en heimilin og fyrirtækin í landinu? Veit ekki hvernig er hægt að réttlæta þessa ákvörðun fyrir þjóðarbúið ef þetta kemur illa fyrir þá sem búa í landinu
Hverjir eiga að taka við fjölskyldunum þegar fyrirtækin fara rúlla og þar með tekið fyrir bjargráð heimilanna Einar?. Sveitarfélögin? líklega, en þessi ákvörðun seðlabankann, rýrir þau nú svo inn að skinni að sjóðirnir hanga tómir eftir ef þeir eru það ekki fyrir.
Og Kristinn H, sér engan kost betri í stöðunni!! reyndar allir vondir en var þetta það skásta?
Það er sannað að vaxtahækkanir auka á kreppu, og hver er þá ávinningurinn? Þetta á að koma í veg fyrir gengislækkun, það er nú bara ekkert sjálfsagt að vaxtahækkun komi í veg fyrir það.
Ég held að þingmennirnir séu komnir í öngstræti með skýringar og afsakanir, og engu líkari en Kristinn H sé að kaupa sér inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn.
Nei drengir góðir, þið verðið að láta eitthvað betra frá ykkur til að við sættum okkur við það.
Baldur Smári í bb.is er að reyna að lesa eitthvað gott úr þessari aðgerð landsfeðrana (sinna), en æ jæja! það má meta viljann fyrir verkið en rökin kaupi ég ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 16:49
þögull þorri heyrir þetta harmakvein
Nú er frost á Fróni, frís í æðum blóð, kveður kuldaljóð,
Það er frekar napurt á landinu, "yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn, harmar hlutinn sinn" Björgúlfur fer mikið í sunnudagsmogganum. Enda ástæða til aumingja maðurinn , fyrst var hafskipinu sökkt undan honum síðan fjandans krónan að sigla hann í kaf. Þetta er nú ekki hægt! þessi meðferð á manninum.
Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn:,,Minnkar stabbinn minn, magnast harðindin. -
Það er ljóst að við íslendingar búum við hörð kjör, veðráttan hörð, jörðin skelfur í tíma og ótíma svo fjöllin springa upp að lokum og spúa ösku og eimyrju yfir þjóðina. Svo krónan þessi fánýta skiptimynt. Já það var betra þegar skipt var á ull og brennivíni.
Bóndans býli á björtum þeytir snjá,hjúin döpur hjá honum sitja þá.
Þjóðin situr hnípin hjá, og fylgist með síðustu áratökum landsfeðrana, við að halda skútunni á floti, nokkrar gusur skella á andlitum þeirra sem enn hanga á dekki og horfa út í sortann. Samt skulum við herða okkur og hrista, því það er í okkar verkahring að borga skuldir Björgúlfs, og annarra útrásarmanna, meðan situr ríkisstjórnin sveitt og leitar leiða svo þeir geti nú örugglega haldið sínu á þurru, glæsivillur í útlöndum og sveitasetur innanlands auðkífinganna má ekki snerta. Við hin höfum bökin í þetta.
Hvítleit hringaskorðan huggar manninn trautt; Brátt er búrið autt, búið snautt.
Það er huggun harmi gegn að stærsti jafnaðarflokkur landsins sitji við stýrið, allt annað líf!!!
EN Kreppan hvíslar að Björgólfi....
,,Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.
Íslenskt já takk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2008 | 10:52
Að vakna upp eftir veisluna
Harðsperrur og miklir timburmenn, einkennir íslenskt fjármálakerfi í dag. Þeir eru að vakna upp eftir veisluna.
Hvað er þá til ráða? hífa sig upp á rassgatinu og taka til. Lifa vikuna af, hnípinn af skömm yfir síðasta fylleríi sem rennur inn í næstu helgi með bjórkassa undir hendi en auðmjúkt loforð um betri líf, strax á mánudaginn.
Nýr lífsstíll er tískuorð nútímans, engar skyndilausnir duga til að rétta af til lengri tíma. Held það sé málið. Hagfræðin hvort sem hún er kennd við Kapítalisma eða kommúnista þá skal allt leita jafnvægis með tímanum. Ég hélt í einfeldni minni að þetta þensluástand myndi gera það, koma á nokkrum mánuðum eða jafnvel árum, að brekkan yrði attlíðandi en ekki að við myndum ganga fram af bjargbrún.
Sjálfstæðismenn fella tár, samfylkingin þegir, vinstri grænir á móti, framsókn vill auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Frjálslyndir alveg tómir enda fylgjst þeir lítið með sem gerist utandyra vegna hnífabardags sem á sér stað innandyra. Allir frekar slappir enda lausn ekki fyrir næsta horni.
Það þarf líklega að stokka kerfið alveg upp á nýtt. Þessi harkalega lending er augljóslega alltof langs valdatíma sjálfsstæðisflokksins. Það er ekki eðlilegt neinu afli að halda lengur en 12 ár um valdataumana. Spilling og vitleysa nær yfirhöndinni, alveg sama þótt veganestið í upphafi hafi lofað öðru.
Nei nú þarf að breyta til. Öflugan miðjuflokk með hæfilegan skammt af kommúnista og kapítalisma með í farteskinu það er lausnin. Eitthvað nýtt með réttu kynjahlutfalli, held reyndar að það sé betra að hafa hlutfallið 60/40 í byrjun. Svona á meðan við náum réttum takti og sópað verði undan öllum rúmum.
- Hóflega nýtingu náttúruauðlynda án ánýðslu.
- Stokka upp kvótakerfið bæði í sjávarútvegi og landbúnaði. "kvótinn aftur heim" er logóið. Þessir tíu sem eiga fiskinn í sjónum í kringum landið eru hvort sem er búnir að tapa sínu.
- Jafnrétti gagnvart búsetu í landinu.
- Skoða alvarlega og með gagnrýnum augum Evrópubandalagið, með það fyrir augum að Ísland nái aftur virðingu á alþjóðlega vísu. Án þess að fara á hnén.
læt ég svo þessari sunnudagshugvekju lokið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2008 | 10:16
Ég er...
Ég er leið yfir atburðaráðsinni í fjármálaheiminum í vikunni..
Ég er kvíðin yfir stöðu fyrirtækjana í landinu
Ég er reið yfir því hve sjálfstæðiseinkavæðingadrengirnir fengu að vaða upp lengi í skjóli flokksbræðra sinna og okkar hinna líka.
Ég finn til með þeim sem eru að missa vinnuna.
Ég spái að nú sé tími kvenna í fjármálageiranum sé runninn upp.
Ég gleðst yfir því að vakna heilbrigð í morgun.
Þetta reddast....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2008 | 10:31
Vandamál eða verkefni?
Nú eru skrýtnir tímar, 6. október bætist á minningaspjaldið með, deginum sem Elvis dó, John Lennon var drepinn, gosið hófst í Eyjum og fleiri dögum. En við erum nú ekkert að gefast upp og þetta þýðir ekkert nema að við þurfum að forgangsraða í flestum tilfellum.
Íslendingar eru þekktar fyrir annað en sitja með hendur í skauti. Nú þurfum við að bretta upp ermar sem aldrei fyrr. Slátur, og sultugerð fær byr undir báða vængi. Mig langar til að benda ykkur á síðu sem hægt er að finna gagnleg hjálpartæki http://fjolskylda.is/fjarmal/heimilisbokhald. Jafnvel í þenslu er nauðsynlegt að setjast niður og kanna stöðuna.Það veldur mörgum kvíða að vita ekki hvernig þeir standa. En vandamálið verður að verkefni um leið og það er skilgreint.
Ég er sannfærð um að við öll höfum áhyggjur af eigin stöðu, stöðu þjóðfélagsins og þeirra sem kringum okkur eru og eru að tapa miklu. Bara það að taka slátur eða baka skúffukökuna sjálf þá er maður að sannfæra sjálfið sitt um að maður sé að leggja sitt á vogaskálarnar til að rétta hagkerfið af. Svei mér ef ég tek ekki spor í ríkissjóðsginningargapið í hvert sinn sem ég sting nálinni í keppinn. J
En þetta er nú líka til gamans, reyndar sé ég tækifærin í hverju horni, bara ef maður missir ekki sjónar af eigin verkefnum af því maður þorir ekki að horfast í augu þau, þá opnast hverjar dyrnar á fætur öðrum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2008 | 08:51
Hallæri
Ég fór í Bónus í gær, ætlaði að kaupa fyrir sláturgerð. Það er skemmst frá því að segja að það var ekki til hveiti, né haframjöl. Rúgmjölið kúrði einmanna í hillunni og beið kaupanda. Trúi því varla að fólk hlaupi eftir vitleysunni í honum Jóhannesi í Bónus.
Samt er aldrei að vita því í hallærinu vorið 1784 flutti landssjóður ekkert annað inn en tóbak og brennivín. það dugar nú skammt í sláturgerðinni, nema það að sherrýtár hjálpar oft við saumaskapinn á vömbunum.
Maður varð vitni að því að gömul kona sagði út í Landsbanka í gær: "það er eðlilegt að að allt sé komið uppfyrir sig hjá bönkunum eins og fólk kemur fram við sjálft sig og hreppsfélagið"
Það kom að því að rússnesku kommarnir björguðu okkar kannski ég kaupi slátur á morgun fyrir 320 rúblur.!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 22:35
Niðurgangur! og krónan í frjálsu falli.
Fór á fund inn á Ísafjörð þar sem Edda Rós Karlsdóttir, var með fyrirlestur í boði Landsbankans undir yfirskriftinni Öfundsverðar langtímahorfur - Hagspá Landsbankans 2008-2012. þar sem það var fullyrt að almenn velsæld, skuldlaus ríkissjóður, sterkir innviðir og gnótt ónýttra náttúruauðlinda eru meðal þess sem gerir langtímahorfur Íslands öfundsverðar. Jamm svoleiðis.
Það er svo flott að ríkissjóður skuli vera næsta skuldlaus, hreinar skuldir nema aðeins 7% af vergri landsframleiðslu í árslok 2007. Skuldirnar skrifast alfarið á sveitarfélögin, en ríkissjóður skuldlaus. Ég vil nú samt halda að keðjan verði aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Ríkissjóður getur aldrei kallað sig skuldlausan þegar sveitarfélögin svelta. Skrítin staða en samt borin á borð fyrir fólk.
Edda Rós vildi meina að fjármálamarkaðir væru með niðurgang þessa mánuði og lýsti ástandinu við fárviðri sem enginn gæti spáð um hvað eftir stæði. Hún var með sama fyrirlesturinn á mánudaginn á Egilsstöðum en þurfti að breyta honum töluvert þar sem breytingar eru gífurlegar og þá talið í klukkustundum. Þetta á við um allan heim.
Þjóðstjórn--- varla er það?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 16:30
Frjádagur
Þá er vinnuvikan að líða undir lok. Framundan helgi með smalamennsku og fjárragi.
Krónan aldrei veikari, bankarnir barma sér og stórfyrirtækin eru að semja uppsagnarbréf til þeirra sem þeir réðu til sín í þenslunni.
Menntaskólinn hættir við óvissuferð, okkur foreldrum til léttis, en engin hefur áhuga á því. Fjölmiðlar hafa bara áhuga á moldviðrinu sem geisar í kring um pollinn. Auðvitað voru krakkarnir fúlir, átti einhver von á öðrum viðbrögðum frá þeim? Við foreldrarnir höfum öll verið á þessum aldri og skiljum þau vel. En fögnum hins vegar ákvörðun skólayfirvalda í leyni.
DV- slær upp frétt um yfirvofandi verkfalli. Fréttin virðist ótrúlega lítið yfirfarinn, Kannski að þau séu að undirbúa verkfall, já, og hvers krefjast þau? Meiri agaleysi..... þroskaleysi hjá þeim greyjunum, en verra er að ritstjórn DV virðist á sama þroskastigi, segi það og skrifa.
Greyin...
Ég tek ofan fyrir formanni Nemendafélagsins sem virðist s.s. frétt bb.is vera í samningaviðræðum við skólayfirvöld um lausn eða leiðir til að fara í aðra óvissuferð eða kannski (Ó)vissuferðu og ber af sér allar verkfallsaðgerðir. Þroskaður drengur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)