31.1.2009 | 11:07
Vikan að renna sitt skeið
Þessi vika alveg að renna sitt skeið, tíðindamikil og bólginn. Flensa og kverkaskítur hefur einkennt þjóðarsálina og stjórnmálin. Framsóknarmenn draga lappirnar í stjórnarmyndunarviðræðum. Það er ekkert óeðlilegt að þeir verði að vera sáttir ef þeir eigi að styðja og styrkja ríkisstjórnina næstu þrjá mánuðina, en að taka sér heila viku í undirbúning að 90 daga stjórn er nú kannski fullmikið. Ja það ætti fátt að koma þeim að óvart. Mér finnst alveg fullskiljanlegt að Béið vilji ekki stökkva út í djúpulaugina án þess að kanna hitastigið eða dýptina. EN þeir mega ekki bíða þetta af sér eða skemma fyrir, því það yrðu þeir sem yrðu verst fyrir barðinu á því.
Sólin sá sig knúna til að snúa aftur og sýna sig í Vestfirskum byggðum í vikunni, mikið vorum við tilbúin að taka á móti henni. Fólkið þegar farið að sýna vítamínsskort af sólarleysi, slen og kvíði og ekki bætir efnahagsáhyggjur ástandið.
Athugasemdir
Og ekki bætir hin nýja stefnuræða kvíða minn, það er ljóst!
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.2.2009 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.