10.1.2009 | 12:03
Nordan gardur
Nú sýnir janúar sitt rétta andlit. Norðan þræsingur og snjór. Rúmlega tveggja vikna veðurblíðu að ljúka.
Fréttir vikunnar frekar rólegar, sameiningar heilbrigðisstofnanna verið í brennidepli og sitt sýnist hverjum. Þrjár stofnanir sameinaðar hér á norðanverðum Vestfjörðum. Patreksfirði, Bolungarvík og Ísafjörður. Það er ekkert óeðlilegt að sameina hér á milli Bolungarvík og Ísafjarðar, samgöngur að öllu jöfnu góðar og fara batnandi en að hnýta Patreksfirði með skil ég ekki og um leið þá sker Vegagerðin niður vetrarþjónustu á milli staða. Þetta kallast að sameina og spara í gegnum Exelskjal. Það er frekar vond vinnubrögð því þótt formúlur séu margar og góðar í því skjali þá vantar margar alla vegna til að nota við aðgerðir.
Í byrjun sl árs kom nefnd á vegum heilbrigðisráðherra hingað til Bolungarvíkur til að kynna fyrirhugaðar sameiningar, þá var hugmyndin um að sameina Patreksfjörð við Ísafjörð og Bolungarvík ekki í umræðunni. En líklega hefur þetta þótt tilvalið eftir að bankarnir hrundu eins og spilaborg. Ég hefði haldið að það þyrfti að gera forsendur fyrir sameiningu að veruleika áður en farið var út í framkvæmdina. Meðan það er ekki fært nema fuglinum fljúgandi á milli staða stóran hluta úr árinu er þetta óskiljanleg aðgerð.
Sameingin hér innan Djúps horfir allt öðrum augum, þá gefst tækifæri til að hliðra á milli staða þjónustu. Ég sé tækifæri hérna í Bolungarvík að hægt sé að byggja upp öldrunarþjónustu hér og að bygging hjúkrunarheimilis verði hérna í Bolungarvík, því það er jafn greiðfært frá sjúkrahúsinu á Ísafirði til Bolunarvíkur eins og frá Bolungarvík inn á Ísafjörð.
Þetta sem er að gerast í Hafnarfirði og Skagafirði ber vott um að Exelskjalssyndrumi hjá yfirvöldum hafi farið á ótrúlegt flipp.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.