29.4.2008 | 19:36
Sigur?
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
(og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði)
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Steinn Steinarr
Athugasemdir
já.
Ylfa Mist Helgadóttir, 30.4.2008 kl. 03:32
Tunnan valt og úr henni allt
ofan í djúpa keldu.
Skulfu lönd og brustu bönd
en botngjarðirnar héldu.
Jón Þorláksson.
jk (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 16:14
Já Halla, það er stundum vitlaust gefið í lífinu en ekki var svo þegar bílinn frá húsgagnavesluninni Skeifunni kom 1963 og frá 1. maí til 3. júní ári seinna fæddust þrú mannvænleg og falleg börn á Ingjaldssandi. Til hamingju með afmælið og þú átt gamla frænku sem er óumræðilega stolt af þér. Nú þegar dararnir verða langir og næturna fara að brosa sínu breyðasta skulum við láta verða að því að gleðjast með.
Guja (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 18:38
Elsku mamma innilega til hamingju með afmælið í gær
Hafðu það alltaf sem best
kv úr Hafnarfirði
Ólöf María (sem ætlaðist til þess að ég myndi hjóla vestur til ömmu í morgun, ekki í leikskólan), Jóhann Ingi (sem bara svaf) og Kristín
Kristín, Ólöf María og Jóhann Ingi (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.