11.7.2007 | 20:13
kannski ekki alveg svona hús
Hús í Beverly Hills í Kalíforníu hefur verið auglýst til sölu fyrir 165 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, og mun húsið þar með vera dýrasta einbýlishús í Bandaríkjunum.
Á sama tíma hefur það borist mér til eyrna að Bolvíkinga greiði 300 milljónir í fjármangstekjuskatt til íslenska ríkisins. Maður er nú ekkert að agnúast út í stóra bróðir þótt hann fái svona mikið í vasann, en samt!
Ég segi nú ekki að við ættum að fara eyða í svona fínerís hús, en svei mér ef það kæmi sér ekki vel fyrir sveitarfélagið ef eitthvað af þessum milljónum myndi skila sér aftur heim í sveitasjóðinn!
Segjum að við fengum svona bara 100 milljónir aftur heim,
þá væri hægt að gera við göturnar áður en gömlu konurnar og börnin týnast í holunum.
Það væri hægt að byggja myndarlega við Leikskólann,
Það væri hægt að hafa leikskólann og mötuneyti grunnskólans gjaldfrjálst.
Það yrði strax farið að gera við Félagsheimilið.
já bara 100 milljónir
![]() |
Hús til sölu fyrir 10 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú verður ,,bara" að hjóla í ríkið og heimta milljónirnar heim, því auðvitað eigið þið að fá ykkar hlut af þeim, það sér hver heilvita maður.
Harpa J (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.