flensuskítur

Allt var slegið úr höndum mér í gær. Óhræsis flensuskítur bara svo allt í einu og óboðin. Ósköp hef ég átt bágt í dag og sem betur fer átti ég ekki hitamælir svo ég gat bætt við nokkrum kommum ef ég einhver síndi mér samúð og spurði um hitastig. Þær voru margar kommurnar sem breiddu úr sér um líkama minn, hálsinn aumur og heil eldhúsrúlla hefur varla dugað á sl. sólahring að taka við því öllu sem hefur runnið úr nösum mínum. Pjakk,, en ég get nú ekki kvartað þar sem ég veit að sóttin á eftir að réna og ég kemst aftur á kreik. Enda stór helgi framundan.

 Hagyðringamót á Flateyri á sunndaginn. Við eigum von á þremur hagyrðingum að sunnan á laugardaginn og tveir þeirra eru búsettir hérna fyrir vestan.

LJóðabókin Sóldagar eru á leið vestur með fluttningsleiðum bílaflota Eimskipa. Það var ráðist í að endurútgefa þessa klassísku ljóðabók Guðmundar Inga sem hefur ekki fengist nú í nokkur ár.

En nú ætla ég í sturtu og hringa mig fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Aðþrengdar eiginkonur.


Hagyrðinga og söngskemmtun á Flateyri á pálmasunnudag.

 Sunnudaginn 1. apríl kl. 20:00 verður haldin á Flateyri hagyrðinga- og sönghátið. Þetta er í tilefni af 100 ára fæðingarári Gumundar Inga Krisjánssonar frá Kirkjubóli í Bjarnardal.

Þekktir hagyrðingar koma fram: Jón Jens Kristjánsson, Hjarðadal, Snorri Stuluson, Súgundafirði, Helgi Björnsson Borgarfirði, Siguður Sigurðarson dýralæknir og Bjargey Arnórsdóttir Reykhólahreppi.

Stjórnandi: Jóhannes Kristjánsson eftirherma.

Karlakórinn Ernir kemur fram og flytur lög við ljóð Guðmundar Inga og einnig trúbadorarnir Bjarni Guðmundsson og Siggi Björns flytja sín lög við ljóð Guðmundar Inga.

það kostar 1500 inn á skemmtunina og ágóðinn rennur til endurútgáfu á ljóðum Guðmundar Inga.

Þessa skemmtun geta ljóðaunnendur ekki látið fram hjá sér fara!


Skattaskýrslan

Skattaskýrslan af hverju skildi alltaf vera svona erfitt að koma sér að semja hana. Eftir að hægt var að skila henni á netinu og með hverju árinu er þetta að verða auðveldara. Fyrir suma er þetta bara þrjú slög. Enter:inn Enter: samþykkt og Enter: sent.

Kannski má fara að meta flækju heimilisbókhaldsins í slögum. Hvað er þín skattaskýrsla mörg slög?

Þeir sem eru undir 5 slögum, reka ekki áhættusaman rekstur. Eru með allt forskráð og skattmann með þá algjörlega undir smásjánni. Fimm slaga fólkið sefur þokkalega vel fram eftir marsmánuði.

5- 10 slög, þá eru fólk jafnvel farið út í einhverja vitleysu t.d. keypt og selt bíl. Eru með einhvera aukgreiðslur svo sem dagpeninga eða eitthvað sem þeir þurfa að gera grein fyrir.

10- 20 slög,, kaup og sala eigna og kannski húsbygging eða endurbætur, skilnaður, verktakagreiðslur. ´20 slaga fólkið missir svefn eftir 10 mars.

20-50 slög.. Hlutabréfabrask, hér er fólk greinilega farið að lesa leiðbeiningarbæklinginn of vel. Reyna að snapa sér frádrátt frá styrkjum og starfstengdum greinum. Farið að gefa hundinn og köttinn inn á eignafjárskýrsluna.

50-100 slög. Áhættufýklar, verðbréfabrask, atvinnurekstur. Fólk farið að týnast í verðbreytingastuðlinum. Gefur upp konfektkassann sem það fékk í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur fyrir jólin. Kann leiðbeiningabæklinginn utan af, alla vegna fyrstu 23 bls.

100- og yfir. gefst upp. Skilar ekki skýrslunni. Lendir í áætlun.

Minni á Fraktalsskilasímsvörunina í síma 511-2250

Framtalsskilasímsvörunarstúlkan hefur bjargað margri sálinni frá vonleysi og uppgjöf. Guð sé lof fyrir þær.

Geir Haarde hlýtur að vera glaður með sitt fólk.

Ég er búin með mína. Sendi hana í dóm. Fæ örugglega ekki nein verðlaun, hvorki fyrir fagurfræðina né á vísindalegum grunni.

 


Nýtt Blogg

Jæja þetta gekk ekki hjá mér og hexia.net. Við áttum ekki samleið. Ég var alltaf að detta út, færslunar fóru á flakk eða söfnuðust of mikið til hliðar. Eða birtust sem mjóar ræmur lengst til hægri. Þar sem ég er lítt hægri sinnuð þá ákvað ég að skipta um rás. Svo var hún Hexía alltaf flókin fyrir jafn lítið tæknisinnaðann tölvusnilling eins og mig. Kunni ekki að setja inn myndir og fleira þvíumlíkt.

Þannig ég ákvað að fylgja straumnum. Ekkert nema meðalmennskan.

Lofa því að vera duglegri að blogga á nýja blogginu

 

Það er líka miklu skemmtilegri að blogga heldur en að gera skattaskýrsluna eins og ég á að vera að gera núna Tounge

kannski klára ég bara skattman og kíki á þetta aftur.

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband