22.1.2009 | 08:23
Allt verður að vopni
Það er eitthvað að gerast.
Eftir ég horfði á Kastljósið í gær, var ég sannfærð um að eitthvað er að gerast bak við tjöldin. Geir var eins og lúpa og Steingrímur furðu rólegur, (hefur ekki verið það síðan hann var í stjórnarmyndunarviðræðum við Ingibjörgu Sólrúnu daga eftir sl. kosningar.
Hef fylgst með hálfgerðri vanþóknun á þessi mótmæli í henni Reykjavík, nú slösuðust tveir lögreglumenn alvarlega (að sögn mbl) í nótt, skríll..
Ég var feiknareið fjölmiðlum í fyrradag, þegar þeir mögnuðu upp lætin og fyrir ókunnuga þá vissi maður ekki hverju var verið að mótmæla heldur snérist bara í kringum lætin sem af þessu hlaust. Ég hefði alveg viljað standa í mótmælum gegn ríkisstjórninni, en þessi skríll þarf alltaf að eyðileggja allt með þessu ofbeldi, svo fannst mér alger óþarfi og algjör skömm að grýta Geir í gær, talandi um Ísrael, ég veit ekki hvernig íslensk þjóð myndi haga sér með byssu undir höndum eða alvöru sprengur eins og sú þjóð hefur alist upp með. Þetta var algjör horror. En auðvitað er fólkið sem gengur fram með ofbeldi og sprengjur í algjörum minnihluta kannski 5% en þeir skyggja á hina. Og þegar ríkisstjórnin fellur þá verður það skýrt með að þeir hafi farið frá með ofbeldi,,,,,
Allt verður að vopni, gangstéttahellur og landbúnaðarvörur. Kannski nýr markhópur hjá mjólkursamsölunni og eggjaframleiðendum.
Ég þekki lögregluþjón sem fékk hent í átt til sín flugeldatertu og átti nú ekki mikið svigrúm að hlaupa langt. Ég spyr er lögreglan ekki íslenska þjóðin? og þvílíkt ofbeldi sem henni var sýnt fannst mér fyrir neðan allar gangstéttarhellur.
Athugasemdir
alveg samála þér svo eru ljósmyndarar að kvarta af því að þeir fá ekki að vinna sína vinnu óáreittir fyrir löggunni.... hvað er löggan að gera.. bara í sjálfboðavinnu?? ótrúlegur skríll...
Kristín (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:49
Er búin að æsa mig svo mikið yfir þessu skítapakki sem var þarna að gríta saur, hlandi, gangstéttarhellum , flöskum og fl. yfir lögregluna!!!!
Fegin að þetta pakk lét ekki sjá sig þarna í nótt, heldur bara þeir sem kunna að mótmæla.
Bestu rólegheita kveðjur til ykkar :)
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:11
Sæl Halla.
Þú veist það jafnvel og ég að þessi svokallaði skríll var til löngu áður en bankarnir hrundu, löngu áður en mótmæli gegn ríkisstjórninni og ástandinu hófst. Höfum við ekki heyrt í fréttum síðustu misserin af auknu ofbeldi gagnvart lögréglunni. Það sem ég er að fara er að það er ekki rétt að blanda saman mótmælunum sem slíkum og þeim "skríl" eða bullum sem notfæra sér mótmælin sem vettfang fyrir ofbeldi sitt. Það á alls ekki að líða ofbeldi gegnlögreglunni. Enda sýnist mér einmitt að aðgerðir þessa ofbeldisliðs verði til þess að vekja verðskuldaða samúð með störfum lögreglunnar. Ég er ósammála þér og Birni bjarnasyni að fjölmiðlar séu að magna upp lætin.
"og fyrir ókunnuga þá vissi maður ekki hverju var verið að mótmæla" Hvað áttu við með þessu?
kv sig haf
Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:33
Ég saknaði þín Siggi við mótmælin gegn ráðaleysi stjórnvalda, á Silfurtorgi á Ísafirði í dag.. hvar varstu,, ég var þar fremst í flokki.
það sem ég á við með að "og fyrir ókunnuga þá vissi maður ekki hverju var verið að mótmæla" að á þriðjudaginn þegar ofbeldið hófst hjá örfáum prósentum fólks, að kastljós fjölmiðla miðaðist allt út frá því og varla talað um hverju var í raun verðið að mótmæla, mig sem áhorfenda vestur á landi hafði mátt ætla að alsaklaust fólk að spássera um Alþingisgarðinn hefðu verið beittir ofbeldi af lögreglunni og hent í járn ofan í port og ekki hirt um þá fyrr en daginn eftir.
Í stað þess að beina kastljósinu frekar að rótinu, en hitt seldi auðvitað betur.
Halla Signý Kristjánsdóttir, 24.1.2009 kl. 17:41
Sæl Halla. Við vorum þarna ég og þórður hennar láru.
þetta voru góðar ræður hjá þeim öllum.
kveðja
sighaf
Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:24
Sorrý Siggi minn, auðvitað varstu þarna ég var bara svo upptekin af ræðuhöldunum og leit lítið í kringum mig.
Halla Signý Kristjánsdóttir, 24.1.2009 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.