Ég bara blóta!

Enn á ný hefur Þorrablót BOLVÍKINGA verið auglýst, það skal sem áður vera haldið fyrsta laugardag í þorra. Svona hefur þetta alltaf verið.

Sambúðarfólk, ekklar og ekkjur með lögheimili í Bolungarvík mega koma, en ekki hinir. Þorrablót Bolvíkinga er auðvitað ekki fyrir alla Bolvíkinga heldur bara suma. Svona hefur þetta alltaf verið.

þetta hefur verið gert í 60 eða 70 ár. Þessar reglur voru settar þá og endurspeglaði það samfélag sem var hér þá. Ég hef velt því fyrir mér hvort reglurnar spegli ennþá það samfélag sem er hérna núna, Það er bara fyrri suma, ekki alla?

Nú í seinni tíð hafa oftar og oftar heyrst raddir sem vilja breyta þessu, þar sem augljóst er , fyrir þá sem ennþá sjá og eru ekki með bundið fyrir bæði augu,að samfélagið er margbreytilegt og er ekki eins samansett og fyrir 70 árum. En alltaf hafa þeir, sem eru hræddir við að breyta, á takteinum afsökun fyrir stöðnuninni. Bara fyrir tveimur árum og þar áður var það þrengsli í Félagsheimilinu sem stóð í vegi fyrir að þessu yrði breytt, það var bara pláss fyrir suma ekki alla. Ég hitti konu um daginn sem er fráskilin sem sagði " þegar ég var gift þá var pláss fyrir okkur bæði, en eftir að ég skildi þá var ekki pláss fyrir mig eina" !!!!!!!!

Svo var þorrablótið flutt í Íþróttahúsið og plássið var nægilegt, þá allt í einu var þetta þorrablót fyrir félagsskap hjóna eða sambúðarfólks.

er þetta félagsskapur sem ég get gengið í?.........nei!

er þessi félagsskapur með félagslög?...................nei!

er þetta auglýst sem slíkt?...................................nei

Þetta er þorrablót Bolvíkinga.

 Ég hitti konu á dögunum sem er núna í þorrablótsnefnd, nánar tiltekið formann bæjarráðs, kona sú stóð upp fyrir réttlætinu (að eigin sögn) í vor og gerði skurk, réttlæti Bolvíkinga var brugðið taldi hún. (ekki legg ég dóm á það hérna) En svona túlkar formaður bæjarráðs réttlætið ásamt hinum 12 nefndarkonum eða hvað þær eru margar. Já er þetta réttlæti? fyrir suma en ekki alla eða nei, þetta er ekki einu sinni réttlæti fyrir þá sem mega mæta þessar reglur er bara svartur blettur á annars ágætu samfélagi.

Svonahefurþettaalltafveriðsyndrum Bolvíkinga ,,, breytist ekki því svona hefur þetta alltaf verið svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Sammála, algjörlega til skammar!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 15.1.2009 kl. 12:22

2 identicon

Er í alvöru ekki búið að breyta þessu?

Eftir alla umræðuna sem var í fyrra eða hvenær sem það nú var (þið fyrirgefið ég man aldrei hvenær neitt var). En ég var viss um að þessu yrði breytt.

Mér finnst þetta sorglegt.

Harpa J (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég hélt að þetta væri bara fyrir gifta en ekki sambúðarfólk. Þannig að hommar sem eru í skráðri sambúð og eiga upplut komast ef þeir eiga lögheimili í Bolungarvík. En það eru kanske ekki hommar í eða á Bolungarvík. Lesbíur eru náttla ekki til þar.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 02:56

4 Smámynd: Katrín

mér finnst það ekki sanngjarn samanburður sem þú dregur hér upp.  Að ætla sér að breyta þessum hefðum er ekki eins manns verk þó svo kona sem um ræðir og sé formaður nefndarinnar.  Hér er við að eiga óskíljanlegan og óútskýranlegan vilja meirihluta kvenna hér í Bolungarvík til að halda í þessar þátttökureglur.  Konur áður fyrr hafa breytt reglum í samræmi við breyttan tíðaranda en ljóst að yngri konur eru íhaldsamari og sumir myndu segja andfélagslegar. 

Katrín, 19.1.2009 kl. 18:40

5 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Katrín, það hefur aldrei verið kannað hvort þetta er meirihluti kvenna í Bolungarvík vilji þetta, og langt frá því að meirihluti kvenna í Bolungarvík sem mætir á þetta blót. Að ætla einni konu að breyta þessu er ekki meining mín, en þegar hvað eftir annað er komnar háværar raddir og flestir sammála um að "sennilega" sé komin tími til að endurskoða reglurnar, þá skil ég ekki að 11 konur ár eftir ár geri ekkert til þess að koma því í kring að það verði einhver umræðugrundvöllur opnaður um þetta. Þær er jú í forsvari fyrir þorrablótinu það ár sem er haldið. En hlaupa alltaf á bak við fáanleg rök sem eru " þetta hefur alltaf verið svona" og " það er ekki okkar að breyta þessu" er undanskot. Ég átti í orðasennu við konu sem fannst þetta allt í lagi, en við enduðum nú orðaskipti okkar á því að auðvitað væri allt í lagi að taka þetta upp til umræðu vegna þess að það væri þó sanngirni hvaða endi það myndi taka getur enginn spáð um.

Skipir ekki máli hvaða kona er formaður, það hlýtur að vera málfrelsi á nefndarfundum!!!

Það sem ég held sé undirrótin af því að konur vilji ekki taka þetta upp er hræðslan við aðrar hefðir falli niður, svo sem klæðnaður og trogin. Ég sé bara ekki samhengi þarna á milli og hef aldrei gagnrýnt þær hefðir. EN það er nokkuð ljóst að með þrjósku þeirri sem er fyrir því að taka þetta ekki upp, er dauðadómur yfir þorrablótinu í heild, þetta dagar uppi sem nátttröll og það vil ég alsekki.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:00

6 Smámynd: Katrín

Það verður að halda því til haga að það er enginn formlegur félagskapur um þetta þorrablót.  Það er einskonar grasrót sem spratt upp og setti af stað þetta blót með þeim  reglum sem þá giltu.  Og það er einmitt það sem mér finnst svo sorglegt við þetta allt saman.  Konur sem vinna með hlið við hlið í fjáröflunum, kórum og öllu mögulegum, þá jafnar fyrir lögum Guð og manna.  En þegar snýr að blessuðu þorrablótinu þá erum við ekki lengur jafnar.

Það hvarflar ekki að mér að fara mæla þessum fjandsamlegum reglum, sem kallast hér hefðir, bót.   Mér finnst það lámark ef til eru konur, sem vilja einungis bjóða bændum sínum til blót þar sem einungis aðrar giftar konur, sem eru allar jafnhallærislegar eru til staðar, þá eigi þær að gera það í sínu nafni og kalla það þorrablót eitthvað allt annað en Þorrablót Bolvíkinga. 

Hvað það er sem heldur þessum konum límdum við fortíðina er mér gersamlega hulið en segi bara let them be....og fer bara á önnur þorrblót

Katrín, 19.1.2009 kl. 19:53

7 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Já eignlega sammála, láta þetta heita réttum nöfnum er eiginlega lámark, en mér finnst það ekki réttlát þegar konum eða körlum er úthýst af þessu annars ágætri skemmtan, bara ef það hefur ekki sambúðarformið á hreinu t.d. þegar það hefur farið í fullri sátt í einhverja áratugi jafnvel á blótið. Já ég finn eiginlega ekki þessa fordóma hina 364 dagana en þennan eina dag tröllríður hún samfélaginu... eða þannig, já líklega er best að hætta að pirra sig á þessu og fara í önnur héruð að leita að réttlátum þorrablótum eða bara ekki.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 19.1.2009 kl. 21:46

8 Smámynd: Katrín

jamm sammála en verð eiginlega að segja það að ég tel einmitt að þessir fordómar gagnvart öðrum íbúum setji ljótan og leiðan blett á samfélagið og teygi anga sína víða.  Spá mín er að takist að losa um þetta helsi mun mannlíf vænkast og fólk stoppa lengur við..takist það ekki..ja þá væri kannski hægt að stækka friðlandið lengra til suðurs þar sem tófur og ,,tófur" berjast um yfirráðin.  Þá mætti segja mér að hvorki  hjúskparstaða né þjóðbúningaeign skipti nokkru einasta máli.

Katrín, 19.1.2009 kl. 23:59

9 identicon

Ekki dettur mér einhleypri í hug að ræða breytingu á þessum hefðum. Munið að það eru eiginkonur og unnustur sem bjóða mökum sínum til blóts. Hvaða maka á einhleyp kona að bjóða með sér til blóts. Bolvískar konum látið ykkur ekki detta í hug að breyta þessum hefðum þær eru góðar og gildar og verið stoltar af þeim. Það má svo bæta því við að fyrir um 20 árum var reynt að fá ólofaðar konum til að koma á blóti en það var ekki vilji til þess.Skemmtið ykkur vel og haldið fast í hefðirnar. Kv, G.V.Ben.

gvben (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 12:15

10 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

hvaða maka á einhleyp kona að bjóða með sér á blót? spyr gvben, það er nú nokkuð augljóst að einhleyp kona getur ekki boðið maka með sér á blót það er deginum ljósara. Þorrablót Bolvíkinga á bara að vera opið öllum Bolvíkingum, eldri en 18 eða 20 ára eða kannski 25 ára. það á ekki að spyrja að sambúðarformi eða hvort makinn hafi dáið eða stungið af á annan hátt eða jafnvel aldrei verið til staðar.´Það þarf að opna þetta almennt ekki gera smugu fyrir einhleypar konur, eða mikilsvirka menn í samfélaginu eins og stundum hefur verið gert. Á Húsavík er haldið 600 manna blót, íþróttahúsið hérna gæti rúmar örugglega 200 manns í viðbót í sæti, svo ekki vantar húsnæði til þess. En ég tek undir með gvben, ég vona að fólk skemmti sér nú sem endranær, það myndi líka gera það þótt myndi opnast glufa fyrir fleiri. Bolvíkingar setja það nú varla fyrir sig með hverjum þeir skemmta sér.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 20.1.2009 kl. 13:42

11 identicon

Mikið svakalega er ég algjörlega sammála þér í öllu Halla Signý!!!

Sjáumst vonandi á Stútung :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:04

12 identicon

Jahérna Halla mín. Ég kalla þig vogaða. Mér var sagt fyrir skemmstu að svona "kjúklingar, nýfluttir í bæinn ættu ekki að vera að fetta útí þetta fingur, við bara SKILDUM ekki þessa HEFÐ!" Sem manneskja sem sjaldan læt oní mig tala, benti ég nú á, að bæði væri ég víðförlari en viðkomandi þrátt fyrir mikin aldursmun OG að mér væri líklega frjálst að hafa skoðun á hlutunum hér, ekki síður en allir burtfluttu Bolvíkingarnir sem skrifa átthagapistla fulla af góðum ráðum, vitandi nákvæmlega hvernig allt á hér að vera, en geta svo ekki hugsað sér að búa hér! Ég gef lítið fyrir slíkt og tel mig HELMINGI meiri BOLVÍKING fyrir það eitt að búa hér með fjölskylduna mína, lifa hér og starfa, heldur en bortflogin hænsn með sínar upphugsuðu kartöflur!! :)

En án þorrablóts Bolungarvíkur fyrir gifta eða hvað sem það er, hef ég litla löngun til að fara á, enda stendur jú fyrir dyrum þorrablót kvenfjelags bolvískra menningarkvenna, eins og þú sjálf veist. Og þar verða sko engar reglur!! :)

Síjú ðenn!

Ylfa Mist (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 18:51

13 identicon

Hahaha, þetta er yndisleg framhaldssaga ár eftir ár, Gísli í svæðisútvarpinu orðaði þetta vel á dögunum, "að þorrablót þetta væri hvorki fyrir geldinga né piparjónkur".

Bessa (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:12

14 identicon

Þetta er eins og ríkisstjórn, þora ekki að taka ákvörðun.

Væri ekki hugmynd að mótmæla hressilega, með potta og pönnur (það hljóta einstæðar konur að eiga)  Og mæta í korsilett þegar að peysufataklæddar konur mæta með sína réttbornu maka til leiks, og láta heyra hressilega í sér!

Sjálfstæðar konur sameinist með ykkar vopn, burt með þessa fokking fokk fordóma!!

Rúna (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:28

15 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Drottin blessi heimilið!!!!

Halla Signý Kristjánsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband