13.1.2009 | 20:19
Lobbi
Kastljós í kvöld , minn gamli kennari frá Bifröst Guðmundur eða Lobbi hafði ekki fallega sýn á Ísland framtíðarinnar. Þótti Robert Wade heldur varfærin í spá sínum kvöldinu áður. Alltaf skal dramb okkar Íslendinga verða okkur að falli, og allir og sjálfsagt Lobbi sjálfur lítið hlýtt á með daufum eyrum í fyrra þegar Róbert reyndi að vara okkur við þessari bjargbrún sem við vorum u.þ.b. að falla fram af. Er valdið virkilega svo dýrmætt og sjálfsagt núverandi stjórnvöldum að það varni þeim að standa upp, biðji sér aðstoðar, og fari svo eftir því. Það er ekki endilega ALLT þeim að kenna, nei varla, voru með bæði eyru og augu lokuð eins og 96% af þjóðinni.
En eins og Lobbi sagði, allt það sem er best er í lífinu er ókeypis, en það sem er sumum lífsnauðsynlegt er ekki ókeypis, t.d. lyf og heilbrigðisþjónusta sem er svo langt frá því að vera ókeypis í dag. Alltaf skal líka leita þangað fyrst þegar þrengir að, ekki heyrist neitt um það að einhverjir verði dregnir til ábyrgðar en líklega væri hægt að halda heilbrigðiskerfinu líflegu um stundarsakir ef að þeir sem bára ábyrgðina og hlupu undan með milljarðanna skiluðu þeim til baka. En það má ekki blaka við þeim, þeir eru líklega of nærri einhverjum sem ráða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.