Flóð

Það er svo margt yndislegt við aðventuna. Til dæmis að fylgjast með jólabókaflóðinu.

Þegar ég kemst í að lesa virkilega góða bók, finnst mér ég standa á tindi og sjái yfir viðsýnt land, sólin að koma upp og tilfinningin er lík því þegar maður getur sagt "já ég vissi það" með sannfæringu.

Svoleiðis bók er ég einmitt að lesa núna. Hún heitir Fluga á vegg, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hún er svo hugljúf og hlý. Ólafur tekur lika lesendur sína með í söguna og maður rennur inn í textann. Þetta upplifði ég einmitt í fyrra með Hrafni Jökulssyni og Jóni Kalmanni Stefánssyni, í bókinni Himnaríki og helvíti.

það eru líka margar góðar bækur ólesnar hjá mér á listanum, Rán eftir Álfrúnu er líka á náttborðinu, hún heldur mér ekki eins fangni og fluga Ólafas.

Ég verslaði líka Húsið eftir hana Hörpu Jónsdóttur, það er skemmtileg þankabrot, og ég las hana líka með bros á vör. Bækur þurfa ekki að vera þykkar né þungar til að skilja eftir sig, en hún gerir það svo sannarlega.

já ég er í miðju jólabókaflóði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Hæ hæ!

Ertu óþekktarpuki að vera versla bækur fyrir jól??  Ég held að það virkaði eins og fyrir krakkana bíddu það fara koma jól bráðum haha

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 6.12.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband