30.11.2008 | 17:29
Snjókoma og messa
Hér var sannkölluð hundslappadrífa, og það hefur kyngt niður "meiri snjó, meiri snjó" en þetta er komið gott í bili.
Fór vestur á Flateyri til að syngja í kirkjukórnum við innsetningamessu Séra Fjölnis í Holti. Fjölnir er nýr prestur sem tók við af séra Stínu. Hann kemur með fjölskyldu sína með sér konu og þrjá litla stráka. Það er sérstaklega ánægjulegt að það skuli nú vera komin fjölskylda í Holt með börn. En það hafa ekki verið börn heimilisföst í Holti síðan að krakkarnir hans séra Lárusar voru, og er komin líklega nærri fjörtíu ár síðan að þau gátu kallast börn.
Það var bara mjög vel mætt í kirkjuna á Flateyri um 70 manns, best að taka það fram því ég skammaðist hérna á bloggheimum yfir mætingunni í haust þegar séra Stína kvaddi. Ég fagnaði sérstaklega að sjá vin minn hann Sigga Hafberg sem mættur var til að taka á móti guðsorðinu. Lofaði mér því að hann myndi mæta reglulega hér eftir,,, gott ef hann kemur bara ekki í kórinn. Reyndar var helmingur kirkjugesta frá Ísafirði, en Heiðrún kona Fjölnis er Ísfirðingur í húð og hár.
En nú er ég komin heim og við dundum okkur við að setja upp jólaljósin og aldrei að vita nema ég mæti á kyrrðarstund hjá séra Agnesi í kvöld, verð orðin heilög í gegn áður en geng til máða.
Athugasemdir
Það væri nú ekki ónýtt að fá Sigga Habb í Kirkjukórinn
Bessa (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:18
Já, tek undir með þér, að það er gaman að fá stóra fjölskyldu í Holt, hlakka til að fá að kynnast henni. En endilega að fá fleiri í kórinn, ég auglýsi hér með eftir því. Æfingar á miðvikudögum kl. 20.00 í Holti Friðarsetri, Siggi, ertu til ??
Helga Dóra (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:31
Mikið ertu dugleg að taka á móti guðsorðinu mín kæra. Ég brá mér í Mýrarhrepp hinn forna og fór á jólahlaðborð á Núpi. Það var alveg dásamlegur matu og vel tekið á móti okkur. Við gistum hjónin og heldurðu ekki að við höfum lent í herberginu sem Jón Guðni dvaldi í veturinn 1971 - 72.
Mæli með Núpi ef þú hefur tíma aflögu með kirkjuhaldinu .
Guja (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:59
æi það vantar errið í matur R
Guja (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:01
jú jú, en auðvitað fer ég þangað á guðs-vegum, ég er nefnilega á leið á Núp á jólahlaðborð,, með kirkjukórnum 12 des
Fór reyndar ekkert á neina kyrrðarstund, hér hjá Agnesi, ég fór eitthvað dagavillt það er kyrrðarstund á miðvikudaginn þá kemst ég ekkert...
Amen
Halla Signý Kristjánsdóttir, 1.12.2008 kl. 17:27
Ekki man ég eftir kyrrðarstund í sambandi við jól.Helst að það væri skipst á tóbaki og svoleiðis, eftir messu sem gat tekið 14. klukkutíma.
jk (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:00
Það er líf og fjör í sókninni hjá ykkur, er Helga Dóra systir þín líka í kórnum? Hvaða raddir syngið þið? Ég er í Lindarkirkjukórnum, við höfum að vísu ekki ennþá sungið í kirkjunni því að hún er splunkuný og verður vígð þann 14 des. það er því mikil tilhlökkun hjá okkur í kórnum. Annan í jólum verðum við með kántrílög í messunni, það er minn stíll enda var ég hjá Keith kórstjóranum okkar í gospelkór áður en hann tók við Lindakirkjukórnum, en þá var ekki annað í stöðunni en bara að elta góðan kórstjóra ekki satt
Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 21:38
Hallelúja!!!!
Árelía (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.