Jólaljósin tendruð

Jólaljósin voru tendruð á jólatrénu í Bolungarvík í dag. Jólasveinar og kór, hleyptu aðventustemmingu inn í bæinn, og ekki má gleyma ávarpinu hans Baldurs.

Jólasveinninn kvartaði yfir spengingum sem hafa verið hér síðan í sumar í fjöllunum í kring, var hálfframlár enda ekki getað sofið fyrir þessu. Hann hélt að Grýla væri að skrattast eða hefði  jólakötturinn  fengið í magann og fretaði svona hryllilega??

Börnin reyndu hvert í kapp við annað að útskýra fyrir honum en ein hnátan gat útskýrt þetta fyrir honum að það væru verksmiðjumenn með hjálma sem væru að sprengja gat í gegnum fjallið svo við kæmust á Ísafjörð... það var nefnilega það, einhver var tilgangurinn með þessum látum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, sveini alltaf jafn fyndinn

Bessa (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband