24.11.2008 | 19:03
Vantraust á ríkisstjórnina
Nú er verið að kjósa um vantrausttillögu á ríkisstjórnina á Alþingi, rjúfa þing og efna til kosninga... Já ég veit það ekki alveg, ég vil sjá ný öfl við stjórnarborðin en ég er bara svo hrædd um að dýrmætur tími fari til spillis í kosningabaráttu.
Hvernig væru að þeir snéru bara bökum saman og mynduðu bara eina stjórn með fulltrúum allra flokka og hættu þessu nagi.....
en ég er bara háttvirtur kjósandi og á sennilega bara að éta hann sjálf.....
Athugasemdir
Að vinna saman - það er náttúrlega allt of skynsamlegt og gengur auðvitað ekki
Harpa J (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:32
Hvernig væru að þeir snéru bara bökum saman og mynduðu bara eina stjórn með fulltrúum allra flokka
Tek undir með þér Halla, rétt væri að núverandi ríkisstjórn sem sett hefur þjóðina í gjaldþrot víkji og neyðarstjórn taki við þar til að kosið yrði, helst í maí-júní
Guðrún Sæmundsdóttir, 26.11.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.