Undarleg tíðindi

Ég ligg heima veik, lagðist í rúmið á sömu klukkustund og Guðni sagði af sér, veit ekki hvort það var orsökin en örugglega hefur það hamlað ónæmiskerfinu að ráðast á magapestina sem koma aftan að mér og hamlaði þrótt.

Hef verið að meta stöðuna milli þess sem ég sting höfðinu í skúringafötuna en allar góðar hugmyndir og niðurstaða hefur skilað sér sömu leið og innihalds magans. Það er nokkuð ljóst að framsóknarmönnun innan framsóknarflokksins hefur fækkað hressilega síðustu vikuna. Ljósi punkturinn er að í fyrsta skipti í sögu alþingis eru konur í meirihluta í blönduðum þingflokki. En ekki hefur það verið markmið Guðna.

Nei það er nokkuð ljóst að áform hans til að endurheimta fyrri líf flokksins tókst ekki, til þess fékk hann ekki vinnufrið og hver höndin upp á móti annarri varð til þess að eini forustumaður flokksins lætur í minnipokann. Hver verður arftaki Guðna í janúar? Mér finnst bara ekki um auðugan garð að gresja. Það þarf nokkuð öflugan og sterka manneskju.

Með Guðna er farinn heiðarlegur þingmaður sem hefur sannarlega verið traustsins verður, Hann var td. farin að vara fyrir löngu við efnahagssprengingum en fékk ekki hljómgrunn, talaði ekki eins hátt og Steingrímur J, eða vildu fjölmiðlamenn ekki hlusta. Hann háði líka nokkra mótspyrnu við hægri stefnu Halldórs Ásgrímssonar, sem er líklega að brjótast fram til valda enn á ný . Með Guðna er farin púður úr stjórnarandstöðunni, Frjálslyndi flokkurinn löngu óstarfhæfur og nú fylgir framsókn með og Steingrímur stendur einn en keikur fyrir VG. Auk þess var Guðni öflugur talsmaður landsbyggðarinnar, þeim fækkar inn á þingi.

Þá er ekkert annað en að leggjast undir feld og hugsa sinn gang. Miðjuflokkur með hægrisveiflu gagnast hvorki landi né lýð. Sem ég segi,, það vanar öflugan miðjuflokk, mér finnst allir möguleikar vera veikir í dag, kosningar líklega í vor, og varla á þeim tíma tekst forustulausum flokki að fá hljómgrunn í hávaðanum sem ríkir í þjóðfélaginu í dag. Kannski...

Hver verður nýr veruleiki eftir kosningar?

afsakið mig meðan ég þarf að æla..........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Framsók og íhald eru klofin í herðar niður vegna ESB, ætli ekki sé kominn tími á nýtt stjórnmálaafl?

Fáðu þér Vilko bláberjasúpu við magakveisunni, klikkar ekki

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband