Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.

Á íslensku má alltaf finna svar..

Ég vona að fari aldrei eins fyrir íslenskunni eins og myntinni. Tungumál er eins og menntun, eitthvað sem verðfellur aldrei og verður aldrei seld enda ekki hægt að kaupa hana og selja eins og íslenska kvótakerfið, bankanna, símann,og fleira.

Þótt íslenskan geti ekki fundið svar við þeim hremmingum sem íslenska hagkerfið er að ganga gegn um né hvað framhaldið verður, eða hverju eigum við að trúa. Þá verður seinna meir hægt að koma því í orð, sem rata inn Öldina okkar, eða skólabækur sem notaðar verða til að vara komandi kynslóðir við gildrunni. Skrýtið við höfum dottið í svo marga pytti en samt göngum við sömu leið.

Var að koma frá því að sitja fjármálaráðstefnu sveitarfélagana, mörg fróðleg og þung erindi voru flutt þar. Vandamál fyrri ráðstefna svo sem eins og bólgur hagkerfisins hjá sveitarfélögum á suðvesturhorninu, hafa hjaðnað og holur standa eftir. Og ólina skal hert enn frekar. Árni fjármálaráðherra hafði enginn svör, þrátt fyrir að hann talaði móðurmálið góða, við skildum hann öll. "enginn aukaframlög, samt skulu sveitarfélögin breiða út faðminn í velferðakerfinu og bjóða öllum upp á graut"

Held samt að íslenskir sveitastjórnarmenn láta ekki beygja sig, heldur halda áfram fram á veginn, okkur og öllum Íslendingum til góða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já íslenskan hefur orð yfir lærdóm, sem er MENNTUN. Menntun þýðir að "vera meira maður" ekki meiri maður, heldur meira maður. Það er eina tungumálið í heiminum sem hefur svona orð. ps annars eru áhöld um hvort það sé ypsilon  í Jól.

JK (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ha? Árni Mathisen? Var hann ÞARNA???

Spaugstofumenn voru einmitt að leita að honum í gær :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.11.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband