Fréttir og ekkifréttir

Það er frekar snautt andlega að lesa blöðin þessa dagana. Sumir vilja skipta út myntinni, kannski eins gott þegar landinn er hættur að þekkja hana í búðum og verðgildi hennar er sokkin. Spáir kólnandi en það er búið að vera bara yndislegt vorveður sl. viku, Morgunblaðið fullyrðir að synir erfi ekki fegurð feðrana, skildi vera að það sé verið að skírskota til eignanda blaðsins?

Meira uppbyggilegra að sitja og horfa á barnatímann með barnabarninu. Bubbi byggir er þó bjartsýnn og heldur áfram að framkvæma, engar hópuppsagnir hjá kappanum og gengi  stöðugt.

Eyddi lunganu úr deginum í gær við að þrífa íbúð sem dóttir mín var búin að taka á leigu. Húseigandinn fór án þess svo mikið sem sópa, og það tók vinkonu mína einn og hálfan tíma að skúbba sig niður á eldavélahellurnar og klósetið kallaði á velgju við þrifin, skil ekki hvernig fólk getur haft sjálfsvirðingu að afhenda húsnæði svona. En þetta tókst með góðra manna hjálp, Bessa, Sara og Ásta fóru eins og hvítur stormsveipur um allt og þegar allt var orðið hreint var þetta hið ágætasta híbýli. Sem sagt Bolvíkingum fjölgaði um fjóra í gær Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með fjölgunina í Bolungarvík :) Alltaf gaman þegar bætist við íbúatöluna :)

Bestu kveðjur af Króknum :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Til hamingju með að fá krakkaskarann þinn heim:)

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 9.11.2008 kl. 22:19

3 identicon

Bíddu, bíddu er Kristín flutt til Bol-víkur???? Ertu þá amma alla daga????

Guðný Anna (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Vá Halla ertu orðin amma????? svona líka ung kona ég er alltaf nítján og þar með get ég ekki orðið amma alveg strax

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband