Hið nýja kemur

obama8Það eru tíðindi að gerast.  Stórtíðindi þann 6 okt, hrun bankakerfisins. Svartur október á Íslandi. 5 nóvember stórtíðindi fyrir heim allan. Obama kjörinn forseti Bandaríkjanna. þetta eru heimstíðindi. Þetta eru góð tíðindi.

Obama er boðberi nýrra og betri tíma. Við tölum um að nú þurfi heimurinn á breyttri stefnumótun að halda. Hinu kvenlegu hugmyndafræði verður að fá að njóta sín. Held að Obama sé með kvenlegt innsæki sem felst í því að hugsa lengra og að við þurfum líka að hugsa fyrir kynslóðinni sem að á eftir kemur.

Mikið vildi ég að íslenskum stjórnvöldum myndi verða þeirra gæfu aðnjótandi að breyta til og taka upp nýja stefnumótun. Gefa þreyttum karllægum íhaldsgildum frí, þau virka ekki, það er sannað mál. Konur gefið færi á ykkur, ykkar tími er komin.

Þjóðnýtum fiskveiða og landbúnaðarkvótann. Færum auðlindina heim. Sukkið byrjaði þegar kvótaeigendur gátu selt undan okkur bjargráðinn og fóru að leika sér með féð eins og smástrákar. Enginn hugsaði dæmið lengra en til næsta dags. Kvótaeigendur á landsbyggðinni fengu í skjóli laga og stjórnvalda að leggja þau inn í loftbólur fjármangsfyrirtækja og nutu svo rentana á golfvöllum Spánar. Nú er þetta orðið ágætt. Allt löglegt en siðlaust.

Nú er viðvörunar á Óshlíðnni,, Varúð hætta á grjóthruni.

Viðvörunarljós voru löngu farin að blikka hjá stjórnvöldum en enginn vildi gera neitt, enda þeir persónulega með mikið í húfi. Menntamálaráðherra með hálfan milljarð undir,, ææ þetta er ekki hægt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Engin lognmolla hjá þér.....  Alltaf gaman að kíkja hér inn.

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 8.11.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband