29.10.2008 | 17:54
þinmenn!
Ég hef séð og heyrt tvo þingmenn okkar Vestfirðinga tjá sig um stýrihækkun Seðlabankans, Þá nafna Einar Kristinn og Kristinn H. Ég verða að segja að ég er frekar ósátt með þá. Einar Kristinn viðurkenndi í gær að þetta kæmi sér illa fyrir fyrirtækin í landinu og heimilin en varði þessa ákvörðun samt í kastljósi í gær. Úr hverju er þjóðin saman sett? Hvað er þjóðin annað en heimilin og fyrirtækin í landinu? Veit ekki hvernig er hægt að réttlæta þessa ákvörðun fyrir þjóðarbúið ef þetta kemur illa fyrir þá sem búa í landinu
Hverjir eiga að taka við fjölskyldunum þegar fyrirtækin fara rúlla og þar með tekið fyrir bjargráð heimilanna Einar?. Sveitarfélögin? líklega, en þessi ákvörðun seðlabankann, rýrir þau nú svo inn að skinni að sjóðirnir hanga tómir eftir ef þeir eru það ekki fyrir.
Og Kristinn H, sér engan kost betri í stöðunni!! reyndar allir vondir en var þetta það skásta?
Það er sannað að vaxtahækkanir auka á kreppu, og hver er þá ávinningurinn? Þetta á að koma í veg fyrir gengislækkun, það er nú bara ekkert sjálfsagt að vaxtahækkun komi í veg fyrir það.
Ég held að þingmennirnir séu komnir í öngstræti með skýringar og afsakanir, og engu líkari en Kristinn H sé að kaupa sér inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn.
Nei drengir góðir, þið verðið að láta eitthvað betra frá ykkur til að við sættum okkur við það.
Baldur Smári í bb.is er að reyna að lesa eitthvað gott úr þessari aðgerð landsfeðrana (sinna), en æ jæja! það má meta viljann fyrir verkið en rökin kaupi ég ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.