þögull þorri heyrir þetta harmakvein

Nú er frost á Fróni, frís í æðum blóð, kveður kuldaljóð,

Það er frekar napurt á landinu, "yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn, harmar hlutinn sinn" Björgúlfur fer mikið í sunnudagsmogganum. Enda ástæða til aumingja maðurinn , fyrst var hafskipinu sökkt undan honum síðan fjandans krónan að sigla hann í kaf. Þetta er nú ekki hægt! þessi meðferð á manninum.

Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn:,,Minnkar stabbinn minn, magnast harðindin. -

Það er ljóst að við íslendingar búum við hörð kjör, veðráttan hörð, jörðin skelfur í tíma og ótíma svo fjöllin springa upp að lokum og spúa ösku og eimyrju yfir þjóðina. Svo krónan þessi fánýta skiptimynt. Já það var betra þegar skipt var á ull og brennivíni.

Bóndans býli á björtum þeytir snjá,hjúin döpur hjá honum sitja þá.
 

Þjóðin situr hnípin hjá, og fylgist með síðustu áratökum landsfeðrana, við að halda skútunni á floti, nokkrar gusur skella á andlitum þeirra sem enn hanga á dekki og horfa út í sortann. Samt skulum við herða okkur og hrista, því það er í okkar verkahring að borga skuldir Björgúlfs, og annarra útrásarmanna, meðan situr ríkisstjórnin sveitt og leitar leiða svo þeir geti nú örugglega haldið sínu á þurru, glæsivillur í útlöndum og sveitasetur innanlands auðkífinganna má ekki snerta. Við hin höfum bökin í þetta.

Hvítleit hringaskorðan huggar manninn trautt; Brátt er búrið autt, búið snautt. 
 

Það er huggun harmi gegn að stærsti jafnaðarflokkur landsins sitji við stýrið, allt annað líf!!!

EN Kreppan hvíslar að Björgólfi....

,,Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.

Íslenskt já takk!

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hver borgar oliuna.?

oo (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:23

2 identicon

Ég fer nú að verða spennt að lesa þetta margumtalaða viðtal (mogginn er ekki kominn hingað í hina Vikina ennþá) en ekki alveg nógu spennt til að  að lesa hann á vefnum.

Harpa J (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband