12.10.2008 | 10:52
Að vakna upp eftir veisluna
Harðsperrur og miklir timburmenn, einkennir íslenskt fjármálakerfi í dag. Þeir eru að vakna upp eftir veisluna.
Hvað er þá til ráða? hífa sig upp á rassgatinu og taka til. Lifa vikuna af, hnípinn af skömm yfir síðasta fylleríi sem rennur inn í næstu helgi með bjórkassa undir hendi en auðmjúkt loforð um betri líf, strax á mánudaginn.
Nýr lífsstíll er tískuorð nútímans, engar skyndilausnir duga til að rétta af til lengri tíma. Held það sé málið. Hagfræðin hvort sem hún er kennd við Kapítalisma eða kommúnista þá skal allt leita jafnvægis með tímanum. Ég hélt í einfeldni minni að þetta þensluástand myndi gera það, koma á nokkrum mánuðum eða jafnvel árum, að brekkan yrði attlíðandi en ekki að við myndum ganga fram af bjargbrún.
Sjálfstæðismenn fella tár, samfylkingin þegir, vinstri grænir á móti, framsókn vill auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Frjálslyndir alveg tómir enda fylgjst þeir lítið með sem gerist utandyra vegna hnífabardags sem á sér stað innandyra. Allir frekar slappir enda lausn ekki fyrir næsta horni.
Það þarf líklega að stokka kerfið alveg upp á nýtt. Þessi harkalega lending er augljóslega alltof langs valdatíma sjálfsstæðisflokksins. Það er ekki eðlilegt neinu afli að halda lengur en 12 ár um valdataumana. Spilling og vitleysa nær yfirhöndinni, alveg sama þótt veganestið í upphafi hafi lofað öðru.
Nei nú þarf að breyta til. Öflugan miðjuflokk með hæfilegan skammt af kommúnista og kapítalisma með í farteskinu það er lausnin. Eitthvað nýtt með réttu kynjahlutfalli, held reyndar að það sé betra að hafa hlutfallið 60/40 í byrjun. Svona á meðan við náum réttum takti og sópað verði undan öllum rúmum.
- Hóflega nýtingu náttúruauðlynda án ánýðslu.
- Stokka upp kvótakerfið bæði í sjávarútvegi og landbúnaði. "kvótinn aftur heim" er logóið. Þessir tíu sem eiga fiskinn í sjónum í kringum landið eru hvort sem er búnir að tapa sínu.
- Jafnrétti gagnvart búsetu í landinu.
- Skoða alvarlega og með gagnrýnum augum Evrópubandalagið, með það fyrir augum að Ísland nái aftur virðingu á alþjóðlega vísu. Án þess að fara á hnén.
læt ég svo þessari sunnudagshugvekju lokið.
Athugasemdir
Þetta var verulega góð hugvekja mín kæra. Sú besta sem ég hef lesið í netheimum í morgun. Kveðjur úr borg óttans þar sem til stendur að skanna minn tóma haus. Verst að þeir sem alla tíð hafa vitað að þar ríkir kyrrðin og tómið eitt, fá líklega fyrir því sönnur!!! :o)
Ylfa Mist Helgadóttir, 12.10.2008 kl. 15:18
Gangi þér vel Ylfa mín þarna fyrir sönnan, þeir eiga örugglega eftir að finna eitthvað skemmtilegt og gagnlegt þegar þeir fara að skanna þig, vonandi bara ekkert nema það.
Halla Signý Kristjánsdóttir, 12.10.2008 kl. 18:21
Alveg sammála
Rúna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:11
Hver borgar olíuna?
Jóhannes Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.