Vandamál eða verkefni?

 Nú eru skrýtnir tímar, 6. október bætist á minningaspjaldið með, deginum sem Elvis dó, John Lennon var drepinn, gosið hófst í Eyjum og fleiri dögum. En við erum nú ekkert að gefast upp og þetta þýðir ekkert nema að við þurfum að forgangsraða í flestum tilfellum.

 Íslendingar eru þekktar fyrir annað en sitja með hendur í skauti. Nú þurfum við að bretta upp ermar sem aldrei fyrr. Slátur, og sultugerð fær byr undir báða vængi.  Mig langar til að benda ykkur á síðu sem hægt er að finna gagnleg hjálpartæki http://fjolskylda.is/fjarmal/heimilisbokhald. Jafnvel í þenslu er nauðsynlegt að setjast niður og kanna stöðuna.Það veldur mörgum kvíða að vita ekki hvernig þeir standa. En vandamálið verður að verkefni um leið og það er skilgreint.

Ég er sannfærð um að við öll höfum áhyggjur af eigin stöðu, stöðu þjóðfélagsins og þeirra sem kringum okkur eru og eru að tapa miklu.  Bara það að taka slátur eða baka skúffukökuna sjálf þá er maður að sannfæra sjálfið sitt um að maður sé að leggja sitt á vogaskálarnar til að rétta hagkerfið af. Svei mér ef ég tek ekki spor í ríkissjóðsginningargapið í hvert sinn sem ég sting nálinni í keppinn. J 

En þetta er nú líka til gamans, reyndar sé ég tækifærin í hverju horni, bara ef maður missir ekki sjónar af eigin verkefnum af því maður þorir ekki að horfast í augu þau, þá opnast hverjar dyrnar á fætur öðrum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Það bjargast ekki neitt/það ferst, það ferst..."

Harpa J (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Halla!! Engan bölbóð eða ég bíð þér í blóðgraut í næsta matarboði

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 10.10.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Átti auðvitað að vera " bölmóð"

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 10.10.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Blóðmör namm... ætlar þú að koma að saumaklúbb hjá mér í kvöld? vambasaum

Halla Signý Kristjánsdóttir, 10.10.2008 kl. 13:16

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

ég hef hamast í keppunum, ég baka sjálf, ég sulta, frysti.. þurrka... hengi.. ALLT nema prjóna! Það gera þartilgerðar ömmu fyrir mig. Ég er semsé búnað leggja mitt af mörkum. Hvað ætti ég að gera næst? Sé þig annars vonandi næsta fimmtudag, ef ekki fyrr... það er svo langt síðan ég las bókina góðu sem átti að vera í klúbbnum okkar að ég þarf að lesa  hana AFTUR!

Góða helgi gæska

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.10.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband