Hallæri

Ég fór í Bónus í gær, ætlaði að kaupa fyrir sláturgerð. Það er skemmst frá því að segja að það var ekki til hveiti, né haframjöl. Rúgmjölið kúrði einmanna í hillunni og beið kaupanda. Trúi því varla að fólk hlaupi eftir vitleysunni í honum Jóhannesi í Bónus.

Samt er aldrei að vita því í hallærinu vorið 1784 flutti landssjóður ekkert annað inn en tóbak og brennivín. það dugar nú skammt í sláturgerðinni, nema það að sherrýtár hjálpar oft við saumaskapinn á vömbunum.

Maður varð vitni að því að gömul kona sagði út í Landsbanka í gær: "það er eðlilegt að að allt sé komið uppfyrir sig  hjá bönkunum eins og fólk kemur fram við sjálft sig og hreppsfélagið"

Það kom að því að rússnesku kommarnir björguðu okkarWink kannski ég kaupi slátur á morgun fyrir 320 rúblur.!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Þú ert sem betur fer búin að hamsta kynstrin öll af bláberjum og krækiberjum svo þú ættir ekki að vera að flæðiskeri stödd

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 7.10.2008 kl. 11:22

2 identicon

Þú hefur ekki bara skellt í rúgbrauð í staðinn?

Harpa J (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband