2.10.2008 | 22:35
Niðurgangur! og krónan í frjálsu falli.
Fór á fund inn á Ísafjörð þar sem Edda Rós Karlsdóttir, var með fyrirlestur í boði Landsbankans undir yfirskriftinni Öfundsverðar langtímahorfur - Hagspá Landsbankans 2008-2012. þar sem það var fullyrt að almenn velsæld, skuldlaus ríkissjóður, sterkir innviðir og gnótt ónýttra náttúruauðlinda eru meðal þess sem gerir langtímahorfur Íslands öfundsverðar. Jamm svoleiðis.
Það er svo flott að ríkissjóður skuli vera næsta skuldlaus, hreinar skuldir nema aðeins 7% af vergri landsframleiðslu í árslok 2007. Skuldirnar skrifast alfarið á sveitarfélögin, en ríkissjóður skuldlaus. Ég vil nú samt halda að keðjan verði aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Ríkissjóður getur aldrei kallað sig skuldlausan þegar sveitarfélögin svelta. Skrítin staða en samt borin á borð fyrir fólk.
Edda Rós vildi meina að fjármálamarkaðir væru með niðurgang þessa mánuði og lýsti ástandinu við fárviðri sem enginn gæti spáð um hvað eftir stæði. Hún var með sama fyrirlesturinn á mánudaginn á Egilsstöðum en þurfti að breyta honum töluvert þar sem breytingar eru gífurlegar og þá talið í klukkustundum. Þetta á við um allan heim.
Þjóðstjórn--- varla er það?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.