Frjádagur

Þá er vinnuvikan að líða undir lok. Framundan helgi með smalamennsku og fjárragi.

Krónan aldrei veikari, bankarnir barma sér og stórfyrirtækin eru að semja uppsagnarbréf til þeirra sem þeir réðu til sín í þenslunni.

Menntaskólinn hættir við óvissuferð, okkur foreldrum til léttis, en engin hefur áhuga á því. Fjölmiðlar hafa bara áhuga á moldviðrinu sem geisar í kring um pollinn. Auðvitað voru krakkarnir fúlir, átti einhver von á öðrum viðbrögðum frá þeim? Við foreldrarnir höfum öll verið á þessum aldri og skiljum þau vel. En fögnum hins vegar ákvörðun skólayfirvalda í leyni.

DV- slær upp frétt um yfirvofandi verkfalli. Fréttin virðist ótrúlega lítið yfirfarinn, Kannski að þau séu að undirbúa verkfall, já, og hvers krefjast þau? Meiri agaleysi..... þroskaleysi hjá þeim greyjunum, en verra er að ritstjórn DV virðist á sama þroskastigi, segi það og skrifa.

Greyin...

 Ég tek ofan fyrir formanni Nemendafélagsins sem virðist s.s. frétt bb.is vera í samningaviðræðum við skólayfirvöld um lausn eða leiðir til að fara í aðra óvissuferð eða kannski (Ó)vissuferðu og ber af sér allar verkfallsaðgerðir. Þroskaður drengur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju  með 25 ára trúlofunarafmælið sætu hjón

love you

Kristín og co

Kristín, Hjalti, Ólöf María og Jóhann Ingi (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 12:34

2 identicon

þau eru nú 27 árin góa  mín

halla Signy (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:15

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

27 ár???? en ertu ekki bara þrjátíu og sjö???

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.9.2008 kl. 15:06

4 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

jú jú reyndar,, óvenju ungt þarna í sveitinni í denn

Halla Signý Kristjánsdóttir, 30.9.2008 kl. 08:42

5 identicon

nú?!?! hrikalega voruð þið fljót að þessu...

innilega til hamingju með 27 ára trúlofunarafmælið sætu hjón

og takk kærlega fyrir börnin.. voru þvílíkt hamingjusöm með ferðina þó svo að Jóhann Ingi greyið væri eins og með huge glóðurauga

en ólöf var uppfull af sögum og gat varla sofnað í gærkvöldi hún þurfti að segja mér svo mikið.. hvernig kindin hljóp á hana... og margt fleira...

kv Kristín og co

Kristín (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband