25.9.2008 | 14:15
Breyttur opnunartími
Nú skal sparað. Sparisjóður Keflavíkur hefur boðað sparnað og það felst í niðurskurði á opnunartíma útibúanna á minni stöðunum á Vestfjörðum. Ekkert minnst á uppsögn starfsmanna. Sem þó hlýtur þó að vera meiningin, en það sem fer í fjölmiðla einskorðast bara við það að opnunartími minnkar, en þjónustan helst óbreytt með símaafgreiðslu og netpósti. Frá Ísafirði og Patreksfirði ?!
Auðvitað hljóta uppsagnir á starfshlutfalli að fylgja í kjölfarið, annars yrði enginn sparnaður. Ef ekki þá get ég hugsanlega staðið fyrir utan sparisjóðinn á Flateyri kl 10:00 að morgni og hringt t.d. í Pálfríði sem situr fyrir innan borðið og ég get horft í augun á henni innum um gluggann!. Ég sé ekki sparnaðinn í því fyrir sparisjóð Keflavíkur???
Eins og ég segi alltaf þarf heita vatnið að heita eitthvað.
Aular!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.