9.9.2008 | 10:59
70 ára fermingarbörn
Þetta er fríður hópur fermingabarna sem var fermdur frá Flateyrarkirkju árið 1938, eða fyrir 70 árum. Mér áskotnaðist þessi mynd á sunnudaginn frá Gróu Björnsdóttur. Fremst á myndinni til vinstri er mamma (Árilia Jóhannesdóttir) henni við hlið er María Magnúsdóttir(Mæja Magg), þar við hliðina er Gróa Finnsdóttir og svo kemur Björg Jónsdóttir (systir Stellu). Þessar þrjár síðastnefndu eru allar látnar Mæja Magg dó núna snemma í vor. Hún var orðin 16 ára þegar hún var fermd þar sem hún hefði legið rúmföst vegna veikinda sinna í tvö ár. Mamma er þarna á fimmtándaárinu, samt minnst. Hún fékk berkla og gat ekki fermst með sínum árgangi og þurfti því að fermast með árgangi "24 .
Af strákunum veit ég bara hverjir þrír eru en það er Haraldur Jónsson, (maður Gróu Björns og pabbi Gógóar) hann er held ég annar í röðinni frá vinstri alla vegna líkt því fólki. Svo er Högni frá Hvílft og Gunnlaugur Kristjánsson (pabbi Öllu í sparisjóðnum á Flateyri) veit ekki hvar hann er á myndinni. Presturinn er séra Jón Ólafsson í Holti.
Ég veit ekki hvort nokkur er á lífi fyrir utan mömmu,, en gaman væri að vita hverjir eru þarna fleiri.
Mamma og systkini hennar, Sína og Stjáni smituðust öll af berklum af manni sem var gestkomandi hjá ömmu, Hann hét Magnús og var frá Dýrafirði, Hann kom ungur til Flateyrar til að hitta unnustu sína en móðir hennar vildi ekki taka hann inn á heimilið þar sem hann var berklasmitaður. (lái henni hver sem vill) en hún amma sá aumur á honum og leyfði honum að gista. Hann var í nokkra daga og fór svo suður og dó um veturinn.
En eftir sat amma með þrjú börnin smituð af berklum. Stjáni var sendur suður á Vífilsstaði, Sína fór á sjúkrahúsið á Ísafirði, en mamma sem líklega hefur sloppið best, var send þegar hún var búin ná sér eftir mestu veikindin, á Brekku þar sem hún átti að vera nær hollari næringu og góðu atlæti. Það virtist hafa góð áhrif á hana því hún bjó það svo í tæp fimmtíu ár. Stjáni og Sína náðu sér líka alveg eftir veikindin.
Mamma stendur enn allt af sér, að verða 85 ára og búin að ala af sér 12 börn.
Ég er afskaplega glöð að hafa fengið þessa mynd.
Athugasemdir
Var það ekki frá henni mömmu Gróu Björnsdóttur sem þú fékkst þessa mynd, Halla mín??? Ég man allavegana eftir að hafa séð hana hjá henni :)
Mjög skemmtileg mynd :)
Getur verið að Benni Vagn sé einn af drengjunum á myndinni???
Bestu kveðjur Gróa Haraldsdóttir!!!
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:32
Jú jú ætlaði að skrifa Björnsdóttir,, en svona ertu bara ofarlega í huga mér Gógó ,mín,, jú ég man þegar þú segir það að Benni Vagn var örugglega þarna Hann er á svipuðum aldri. Mamma á eftir að sjá mydina til að þekkja fleiri.
Halla Signý Kristjánsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.