7.9.2008 | 20:03
Sunnudagur
Séra Stína í Holti var með kveðjumessu í dag í hausblíðunni. Um 120 manns sótti messuna og kaffið sem önfirsk sóknarbörn sr. Stínu boðuðu til. Kvenfélögin í sveitinni og út á Flateyri sáu um kaffið og það var sannarlega, kvenfélagsveitingar á hverjum diski.
Við sjáum eftir Stínu, Hún var prestur í Holti í átta ár og kom hér í júlí 1998. Það hefur sannarlega verið gaman að vinna með henni að kirkjumálum. Enda voru margir sem stóðu upp og héldu ræður sem hrærðu upp í tárakirtlunum okkar. En þau fara nú ekkert langt á Blöndós og eiga eftir að koma til okkar og heilsa upp á okkur.
Hluti af starfi Stínu er að sinna sjúkrahúsinu á Ísafirði, það hefur hún sannarlega gert að miklum heilindum og eru það áfáir sem hún heimsótt og veit ég að það er margur eldriborgarinn á Hlíf og sjúkrahúsinu sem sjá eftir henni. Takk fyrir allt Stína og Oli og gangi ykkur sem best í Húnavatnssýslunum og í þeim verkefnum sem þið takið ykkur fyrir hendur.
Athugasemdir
Sunnudagurinn 7. september var sannarlega góður dagur í Holti og tókst vel.
Við sannarlega erum þakklát fyrir að hafa fengið að hafa Stínu og Óla hjá okkur sl. átta ár og kveðjum þau með miklum söknuði.
Helga Dóra (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.