6.9.2008 | 10:12
Haust- tími aðfanga og birgðasöfnunar
Haust. Yndislegt veður. Meiri að segja lognið staðnæmist í víkum og fjörðum. Fjöllin standa á haus af eintómri kæti í sjónum.
Veðurleysa. Sauðféð sér samt ekki ástæðu til að fikra sig neðar í hlíðum meðan hitastigið er enn í tveggja stafa tölu og haginn safaríkur.
Búin að sulta, safta. Er farin að huga að sláturgarninu og bölum, Nei maður má kannski alveg missa sig í húsmæðrahlutverkinu. Er samt á leið á sambandsþing Vestfirska kvenna í Súgundafirði. Fjórðungsþing sveitarstjórnarmanna á Reykhólum. Þar sem þeir fara undrandi yfir reikninga frá athugunum um Olíuhreinsistöð. Hún er strax farin að sína margföldunaráhrif. Lögfræðistofur og Náttúrustofur fitna af eintómri eftirvæntingu og tímakaupið er mörgum sinnum hærra en tímakaup ljósmæðra sem leggja nú með hendur í skauti,, sínu skauti ekki annarra kvenna. Enda mega þær bara mennta sig ekki hrifsa peninga fyrir sín laun.
Athugasemdir
Fórstu ekki í kveðjumessu í dag Halla mín???
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.