Ber og rjómi

blaberLífið er ber og rjómi þessa dagana. Berin eru týnd eða liggur við að segja mokuð upp í kílóa vís. Sultur og saft,, og allir fingurgómar bláir alla daga. Rjómaballið sl. laugardag og heppnaðist frábærlega, nema maturinn. Bragðlaus illa fram borin og fyrir þá sem fengu nóg var það magafylling fyrir hina vonbrigði. En allt annað bætti þetta upp. Varð fyrir vonbrigðum með matinn því annars hef ég ekkert heyrt nema gott um hótelhaldið á Núpi í sumar og vonandi að þetta hafi bara verið smámistök sem þeir læra af.

Sunnudagurinn rann upp skýr og fagur, með berjatínslu og messu á Flateyri. Mætti í kveðjumessu á Flateyri til sr. Stínu, þar sem hún kvaddi söfnuð sinn. Frekar fáir í messu en þó þessir föstu gestir. Hún var búin að æfa upp prógramm með barnastarfinu sínu og var með 17 börn á æfingu sl. miðvikudag og auðvitað vonaðist eftir þeim til messu en EKKERT barn mætti,,  ææ,, einhverjum datt í hug að bjóða í barnaafmæli á sama tíma og messan var og börnin tóku það framyfir. Frekar taktlaust verð ég að segja, hvar eru foreldrar þessara barna, kunna þau ekki að þakka fyrir sig?  eitthvað svo andfélagslegt finnst mér.

Smalamennska tók við að messunni í blíðunni og svona voru rollurnar hissa þegar birtist hópur vaskra smalamanna til að beina þeim heim í sólinni og 16 stiga hita.

kindur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá tillitsleysi að halda afmæli á sama tíma var ekki hægt að halda það klukkutíma seinna??? mjög furðulegt...

Kristín (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 20:42

2 identicon

Stundum gleymir fólk að hugsa held ég.

Mikið langar mig annars í aðalbláber þegar ég les þessa færslu...

Harpa J (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:30

3 identicon

 Sæl Halla

Lofaður sé drottinn. 

Þetta er náttúrulega reginhneyksli. Hvað er eiginlega að gerast þarna á Flateyri. Eru foreldrar þar algerir heiðingjar og guðleysingjar. Ég man ekki betur en að mín börn hafi alltaf mætt í messu. Mér skilst á Sævari að hann sé byrjaður að fara með Matthías í messur, við verðum að passa upp á það Halla. Ég missti því miður af messunni af því að ég þurfti að horfa á leik í ensku knattspyrnunni. Þetta eru nú meiri dónarnir þarna í englandinu að vera með leik á messutíma.

halelúja og amiskveðjur

sig haf

sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:00

4 identicon

Snýst ekki um trú, heldur almenna kurteisi. Það væri enginn fótboltaþjáfari ánægður með ef hann væri að æfa upp lið sem væri orðið mjög gott og svo mætti það ekki á völlinn þegar það ætti að keppa,,,,,humm,, það væri ljóta

Siggi ég skal hlutast til um trúaruppeldi á Matta litla treysti þér ekki til þess,, þú mátt sjá um allt hitt  til dæmis að kenna honum fótbolta. Það verður hver að sinna því sem hann er góður í er það ekki?

Amis kveðjur að innan

Halla Signý (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 14:01

5 identicon

munurinn á fótboltamönnunum og messubörnunum er að fótboltamennirnir eru samningsbundnir og fá borgað, er ég nokkuð viss um að allir krakkarnir hefðu mætt ef einhverskonar borgun væri fyrir hendi, en tengist það málinu litlu.

Þess má geta í þessu barna afmæli voru sem flest barnana á leikskóla aldri, og voru ekki í þessum 17 barna hóp sem var að æfa, þannig þú ættir mögulega að kynna þér staðreyndir áður en þú ferð á veraldarvefin mikla, dæmandi þetta litla saklausa barnaafmæli sem anfélagslegt og siðlaust, síður en svo það voru allir í góðum gír og þótti það barasta nokk félagslegt, og viti menn þá fóru víst eitthvað af kirkjugestum eftirá í afmælið, tímasetningin hefur ekki verið svo slæm.

Varðandi  mætinguna í þessa messu held ég að séu afar einföld skilaboð um trúarlegt ástand okkar íslendinga, við erum sem flestir heiðnir andskotar og getum lítt gert í því, ekkert hef ég á móti kirkjusókn og þeir sem vilja stunda kirkjusókn gjörið svo vel, en það er alveg greinilegt að algjör óþarfa er að hafa einn prest í hverju bæjarfélagi hérna á meðan einn kaþólskur er nóg fyrir öll bæjarfélögin hérna og viti menn, betri sókn hjá honum heldur en hjá öllum okkar mönnum, eigum við ekki bara að leggja þetta niður og aðskilja ríki frá kirkju ? einu skiptin sem meirihluti fólks fer í kirkju eru fermingar skýrnir og jarðarfarir.

 Og eigum við ekki að leyfa matta litla að velja hvort hann vilji kynnast trúnni í stað fyrir að pranga hana uppá hann, einsog í flestum tilvikum er gert ?

Hákon Þór (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 17:55

6 identicon

Sæll Hákon Þór,, veit ekki alveg hver þú ert en það kemur út á eitt. ég sagði aldrei að afmælið væri siðlaust,, það eru þín orð, og ekki vil ég taka undir það. og "dæmdi" ekki barnaafmælið eins og þú segir. Ég efast ekkert um að það hafi ekki verið réttmætt og siðferðislega rétt eins og þú vilt efast um.

Fótboltabörn eru yfirleitt ekki samningsbundin og fá ekki greitt fyrir leiki.

Prestur í barnastarfi fær greitt fyrir sína vinnu hvort sem börnin mæta eða ekki, fótboltaþjálfarinn líka.

Gaspur um trúaruppeldi Matta litla er bara grín á milli okkar Sigga haf,, og kemur þér ekkert við og þarf ekki að valda þér svefnleysi, foreldarnir sjá víst um það, hvað sem okkur Sigga Hafber líður

Það sem er taklaust og andfélagslegt er að hugsa ekki jafnvel um kirkjuna sína og annað félagslegt í samfélaginu. Alla vegna vilja allir vita af henni þegar á henni þarf að halda. Þá skal húsið vera hreint, kórinn vel smurður og presturinn í stólnum. En til þess að þetta allt sé hægt þarf að huga að henni jafnhliða öðru. Það bera allir ábyrgð á í samfélaginu  á þessu og alls ekki bara foreldar eins barns sem á afmæli.

Svo velur líka samfélagið að kirkjunna þurfi ekki í samfélaginu þá er það bara þannig og kemur líklega ekki öðrum við.  Þótt aðrir pirri sig yfir því,, þá fennir yfir það.

EN þú hefur valið að lesa fleira á milli línanna en efni bar til og það verður þú að eiga við þitt ímyndunarafl,, og hana nú og amen.

Halla Signý (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband