Biskupinn farinn

Sr, Sigurbjörn Einarsson er fallinn frá, mér finnst hann alltaf hafa verið hinn eini sanni biskup og guðsmaður í gegn. Þessi sálmur hans er í uppáhaldi hjá mér. 

Dag í senn

Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín, faðir, gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og þraut,
sér til þess, að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.

Hann, sem er mér allar stundir nærri,
á við hverjum vanda svar og ráð,
máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föðurnáð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg, að Drottinn segir mér:
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.

Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk, sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á,
svo að ég af hjartaþeli hreinu,
hvað sem mætir, geti átt með þér
daginn hvern, eitt andartak í einu,
uns til þín í ljóssins heim ég fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Sæl Halla Signý, ég er þér algjörlega sammála. Þarna er farinn einn af okkar mestu guðsmönnum. Hans minning mun lengi lifa. En mig langar til að leiðrétta þig að sálmurinn Dag í senn, er sænskur og er eftir sænsku guðskonuna Línu Sandell. Þetta er þarafleiðandi þýðing. Sálmurinn heitir á frummalinu Blott en dag. En hann er nógu góður fyrir því. Með beztu kveðju.

Bumba, 28.8.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Það er rétt hjá þér,

Halla Signý Kristjánsdóttir, 28.8.2008 kl. 13:40

3 identicon

Ég er sammála með gamla Sigurbjörn, mér finnst hann eiginlega eini biskupinn okkar!!! Eða hann er sá sem ég hef borið mestu virðinguna fyrir í þessu embætti. Blessuð sé minning hans.

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband